Vinnu og kjaramál

  • Verkefnisstjórar: Ásdís A. Arnalds, Guðbjört Guðjónsdóttir, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir
  • Viðskiptavinur: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Vinnueftirlitið
  • Skil skýrslu: Október, 2022

Í skýrslunni er lagt mat á stöðu fólks á íslenskum vinnumarkaði og ástæður brotthvarfs. Könnun var lögð fyrir almennt úrtak fólks á aldrinum 25-67 ára, úr þjóðskrá, og fólk sem hafði nýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta frá Vinnumálastofnun í a.m.k. eitt ár. Í skýrslunni er fyrst fjallað um niðurstöður meðal fólks á vinnumarkaði og síðan er að finna samanburð á dreifingu svara eftir vinnumarkaðsstöðu.

Lesa skýrsluna Staða á vinnumarkaði 2022

Lesa viðauka, Staða á vinnumarkaði 2022

  • Verkefnisstjórar: Guðný Gústafsdóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir, Árni Bragi Hjaltason
  • Viðskiptavinur: Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bandalag háskólamanna
  • Skil skýrslu: Mars 2019

Kortlagning á rannsóknum á fyrirkomulagi vinnutíma og áhrifum þess.

Lesa skýrsluna Vinnutímafyrirkomulag

  • Verkefnisstjórar: Hildur Björk Svavarsdóttir, Pétur Maack Þorsteinsson, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Starfsgreinaráð í heilbrigðis- og félagsþjónustugreinum
  • Skil skýrslu: Nóvember 2004

Í skýrslunni er gefin heildstæð mynd af 12 störfum í félags- og heilbrigðisþjónustu; stöðu þeirra á vinnumarkaði, þróun, starfssviði, námsleiðum, þjálfun og þörfum fyrir þekkingu og hæfni. Upplýsingarnar byggðust á viðtölum við fjölmarga fagaðila, stéttarfélög, vinnuveitendur, kennslustjóra og aðra sem sinna menntun í viðkomandi greinum auk þess sem 329 starfsmenn og yfirmenn í störfunum 12 tóku þátt í sérstakri könnun um kröfur sem gerðar eru til starfsfólks, viðhorfum til menntunar og þróun starfanna.

Lesa skýrsluna 12 störf í heilbrigðis- og félagsþjónustu

  • Verkefnisstjórar: Hildur Björk Svavarsdóttir, Ella Björt Daníelsdóttir, Guðlaug J. Sturludóttir
  • Viðskiptavinur: Bandalag háskólamanna
  • Skil skýrslu: Júní 2005

Spurt var almennt um BHM og sjóði þess, það er Starfsmenntunarsjóð BHM, Orlofssjóð BHM, Sjúkrasjóð BHM og Styrktarsjóð BHM.

  • Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
  • Skil skýrslu: Júní 2003

Í þessari skýrslu verða kynntar niðurstöður um val á Fyrirtæki ársins 2003. Mælikvarðinn sem notaður er við valið byggist í fyrsta lagi á mati á því trausti sem starfsmenn bera til fyrirtækisins og stjórnenda þess. Í því felst einnig hversu ánægt starfsfólk er með vinnuskilyrði sín og launakjör. Í öðru lagi byggist valið á þeirri virðingu sem vinnuveitendur bera fyrir starfsfólki sínu; hversu mikill sveigjanleiki er á vinnustaðnum, sjálfstæði til ákvarðana og yfirsýn í starfinu og hversu ánægt starfsfólk er með vinnuálag og þær kröfur sem gerðar eru til þess. Í þriðja lagi byggist valið á því hversu stoltir starfsmenn eru af fyrirtækinu og í fjórða lagi á því hve ánægðir starfsmenn eru með starfsandann á vinnustaðnum.

Lesa niðurstöður Fyrirtæki ársins 2003 á vefsíðu VR

  • Verkefnisstjórar: Ella Björt Daníelsdóttir, Kristjana Stella Blöndal
  • Viðskiptavinur: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Skil skýrslu: Janúar 2006

Í könnuninni var spurt um afstöðu félagsmanna til starfsemi og þjónustu F.í.h., Tímarits hjúkrunarfræðinga, orlofsmála og fræðslu- og símenntunarþörf hjúkrunarfræðinga.

Lesa skýrsluna Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga: Viðhorfskönnun

  • Verkefnisstjórar: Ragna Benedikta Garðarsdóttir, Guðlaug J. Sturludóttir, Unnur Diljá Teitsdóttir, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar
  • Skil skýrslu: Maí 2007

Meginmarkmið könnunarinnar voru þrjú. Í fyrsta lagi að kanna drefingu launa félagsmanna Starfsmannafélags Reykjavíkur. Í öðru lagi að kanna hvort kynbundinn launamunur er meðal félagsmana, miðað við laun þann 1. febrúar 2007. Í þriðja og síðasta lagi er könnunin almenn viðhorfa- og þjónustukönnun fyrir starfsmannafélagið til að nýta í vinnu sinni og stefnumótun.

Lesa skýrsluna Kjara- og þjónustukönnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

  • Verkefnisstjórar: Auður Magndís Auðardóttir, Ágústa Edda Björnsdóttir, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir
  • Viðskiptavinur: Byggingafræðingafélag Íslands
  • Skil skýrslu: 10. júní 2013

Að kanna laun félagsmanna í febrúar 2013 og árslaun árið 2012. 
Skýrslan er trúnaðarmál.

  • Nafn rannsóknar: Kjarakönnun Félags vélstjóra og málmtæknimanna 2012
  • Verkefnisstjórar: Ágústa Edda Björnsdóttir, Ásdís A. Arnalds
  • Viðskiptavinur: VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna
  • Skil skýrslu: 19. desember 2012

 

  • Nafn rannsóknar: Kjarakönnun Félags vélstjóra og málmtæknimanna 2011
  • Verkefnisstjóri: Ásdís A. Arnalds
  • Viðskiptavinur: VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna
  • Skil skýrslu: 16. janúar 2012

Að kanna septemberlaun vélstjóra og málmtæknimanna sem starfa í landi
Skýrslur eru trúnaðarmál.

  • Nafn rannsóknar: Kjarakönnun Lyfjafræðingafélags Íslands 2013
  • Verkefnisstjóri: Ásdís A. Arnalds
  • Viðskiptavinur: Lyfjafræðingafélag Íslands
  • Skil skýrslu: 31. maí 2013

Að kanna mánaðarlaun félagsmanna LFÍ í febrúar 2013 og árslaun félagsmanna árið 2012.
Skýrslan er trúnaðarmál.

  • Nafn rannsóknar: Kjör tæknifræðinga 2008
  • Verkefnisstjóri: Gunnar Þór Jóhannesson
  • Viðskiptavinur: Tæknifræðingafélag Íslands
  • Skil skýrslu: Janúar 2008

Að kanna árslaun árið 2006 og septemberlaun árið 2007.
Skýrslan er trúnaðarmál.

  • Nafn rannsóknar: Launakjör tölvunarfræðinga 2013
  • Verkefnisstjórar: Ásdís A. Arnalds, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir
  • Viðskiptavinur: Félag tölvunarfræðinga
  • Skil skýrslu: 10. maí 2013

Að kanna aðstæður og launakjör tölvunarfræðinga.
Skýrslan er trúnaðarmál.

  • Verkefnisstjórar: Hildur B. Svavarsdóttir, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Vinnumálastofnun
  • Skil skýrslu: Apríl 2004

Í þessari skýrslu eru niðurstöður könnunar á reynslu fólks af EES vinnumiðlun. Tekin voru viðtöl við fólk sem hafði óskað eftir starfsfólki í gegnum EURES eða EES vinnumiðlun árin 2003 og 2004.

Lesa skýrsluna Könnun á þjónustu EES-vinnumiðlunar

  • Verkefnisstjórar: Eva Heiða Önnudóttir, Kristjana Stella Blöndal
  • Viðskiptavinur: Landlæknisembættið
  • Skil skýrslu: Október 2002

Spurt var um afstöðu fólks til vinnuumhverfis, stjórnunar, hvað það teldi hafa áunnist við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í Landspítala-Háskólasjúkrahús, starfsánægju og hvaða atriði það teldi mikilvægt að væru í góðu lagi í starfsumhverfi þeirra á sjúkrahúsinu.

Lesa heildarskýrslu Landlæknisembættið: Þáttagreining á spurningalista sem var lagður fyrir starfsfólk Landspítala-Háskólasjúkrahús vorið 2002

  • Verkefnisstjóri: Ragna Benedikta Garðarsdóttir
  • Viðskiptavinur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Verslunarmannafélag Akraness
  • Skil skýrslu: Febrúar 2002

Markmið könnunarinnar var að athuga launakjör félagsmanna VR og VA.

 

  • Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
  • Skil skýrslu: Nóvember 2003

Félagsvísindastofnun gerði póstkönnun meðal félagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í febrúar árið 2003 að beiðni VR. Markmið könnunarinnar var að athuga launakjör félagsmanna VR

  • Verkefnisstjórar: Guðlaug J. Sturludóttir, Kristjana Stella Blöndal
  • Viðskiptavinur: Vinnumálastofnun
  • Skil skýrslu: Maí 2004

Í könnuninni voru þátttakendur beðnir um að leggja mat á mikilvægi Lánatryggingasjóðs fyrir sitt verkefni, auk þess sem safnað var ýmsum öðrum upplýsingum um umfang verkefnanna og stöðu.

Lesa heildarskýrsluna Lánatryggingasjóður kvenna: Könnun meðal þeirra sem hafa fengið lánatryggingu árin 2001-2003

  • Verkefnisstjórar: Guðlaug J. Sturludóttir, Kristjana Stella Blöndal
  • Viðskiptavinur: Landssamband lögreglumanna, Lögregluskóli ríkisins, Ríkislögreglustjóri, Sýslumannafélag Íslands og Dómsmálaráðuneyti
  • Skil skýrslu: Maí 2004

Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf lögreglumanna til starfsumhverfis síns, sem og viðhorf þeirra til ýmissa mála sem lúta að starfi þeirra.

  • Verkefnisstjórar: Guðlaug J.Sturludóttir, Kristjana Stella Blöndal
  • Viðskiptavinur: Siglingastofnun Íslands
  • Skil skýrslu: Október 2003

Félagsvísindastofnun gerði póstkönnun meðal starfsmanna Siglingastofnunar Íslands í september og október árið 2003. Öllum starfsmönnum í reglubundnu starfi, eða 81 starfsmanni, var sendur spurningalisti um starfsumhverfi sitt.

  • Verkefnisstjórar: Gunnar Þór Jóhannesson, Magnús Árni Magnússon
  • Viðskiptavinur: The Directorate of Labour Iceland - EURES IS
  • Skil skýrslu: Maí 2010

Review and describe the activities of EURES IS 2007-2009 with emphasis on effects of economic crisis.

  • Verkefnisstjórar: Heiður Hrund Jónsdóttir, Kristjana Stella Blöndal
  • Viðskiptavinur: Hagrannsóknastofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA)
  • Skil skýrslu: Október 2004

Meginmarkmið könnunarinnar voru þrjú. Í fyrsta lagi að kanna starfskjör félagsmanna í BHM, BSRB og KÍ; launakjör, afstöðu til starfsumhverfis, möguleika á starfsframa, samþættingu vinnu og einkalífs og símenntun. Í öðru lagi að kanna hvort kynbundinn launamunur væri meðal félagsmanna. Í þriðja lagi að kanna hvort munur væri á starfskjörum eftir bakgrunni fólks og einkennum vinnustaða svo sem stærð þeirra og hlutverki.

Lesa skýrsluna Starfskjarakönnun: Rannsókn á vegum HASLA

  • Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Hafsteinn Einarsson
  • Viðskiptavinur: Félagsstofnun stúdenta
  • Skil skýrslu: Júlí 2013

Félagsvísindastofnun gerði póstkönnun meðal starfsfólks Félagsstofnunar stúdenta (FS) í maí 2013 í því augnamiði að leggja mat á ánægju starfsfólksins með vinnustað sinn og starfsumhverfi.

Skýrslan er trúnaðarmál

  • Verkefnisstjórar: Friðrik H. Jónsson, Einar Mar Þórðarson, Ella Björt Teague, Eva Heiða Önnudóttir, Guðrún Geirsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir
  • Viðskiptavinur: Menntamálaráðuneytið
  • Skil skýrslu: Nóvember 2005

Menntamálaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun að gera úttekt á stjórnarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði.

Lesa skýrsluna Starfsumhverfi Menntaskólans á Ísafirði 2005

  • Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: VSÓ ráðgjöf
  • Skil skýrslu: Janúar 2008

Að leggja mat á ánægju starfsfólksins með vinnustað sinn og starfsumhverfi. Starfsumhverfiskvarði Félagsvísindastofnunar var lagður fyrir en sá kvarði var þróaður til að meta tiltekna þætti í innra starfsumhverfi fyrirtækja og vinnustaða.

Skýrslan er trúnaðarmál

  • Verkefnisstjórar: Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Ásdís A. Arnalds, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
  • Viðskiptavinur: VR
  • Skil skýrslu: 26. október 2010

Að kanna viðhorf félagsmanna VR til áherslna í kjarasamningum haustið 2010

  • Verkefnisstjórar: Hafsteinn Einarsson
  • Viðskiptavinur: Vinnueftirlitið, VIRK og ASÍ
  • Skil skýrslu: 22. febrúar 2017

Alþjóðlega viðhorfakönnunin er lögð fyrir árlega í um 50 löndum. Sumarið 2016 var aflað gagna á Íslandi um viðhorf til vinnu og vinnuaðstæðna. Helstu niðurstöður má lesa í skýrslu hér að neðan en gögn frá Íslandi og öðrum löndum má nálgast á vefnum issp.org frá og með mars 2017.

Lesa skýrsluna Viðhorf til vinnu - Alþjóðlega viðhorfakönnunin

  • Verkefnisstjóri: Heiður Hrund Jónsdóttir
  • Viðskiptavinur: Vinnumálastofnun og EURES, samevrópsk vinnumiðlun
  • Skil á skýrslu: Desember 2008

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna stöðu erlends vinnuafls innan íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og var meginmarkmið hennar að komast að því hversu veigamikill þáttur erlendra starfsmanna væri í viðkomandi fyrirtækjum.

  • Verkefnisstjórar: Ásdís A. Arnalds, Ragna Benedikta Garðarsdóttir, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Impra nýsköpunarmiðstöð
  • Skil skýrslu: Júní 2007

Hringt var í alla þá sem fengið höfðu styrk úr verkefni Iðnaðarráðuneytisins Átaki til atvinnusköpunar frá árinu 2004 til haustsins 2006.