Málefni fatlaðs fólks
- Verkefnisstjórar: Ari Klængur Jónsson, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir, Guðbjört Guðjónsdóttir, Sindri Baldur Sævarsson, Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir
- Viðskiptavinur: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
- Skil skýrslu: Apríl 2022
Markmið könnunarinnar var að meta ávinning af framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og bera saman niðurstöður við könnunina sem gerð var árið 2018. Niðurstöðum greiningar var skipt eftir hópum svarenda, þ.e. fullorðnum þjónustunotendum, forsjáraðila fatlaðra barna og fulltrúum almennings.
- Verkefnisstjórar: Ólöf Júlíusdóttir, Ásdís A. Arnalds, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir, Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, Ari Klængur Jónsson, Stefan Celine Hardonk
- Viðskiptavinur: Félagsmálaráðuneytið
- Skil skýrslu: Mars 2022
Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar sem náði til fatlaðs fólks sem nýtir þjónustu sveitarfélaga á grundvelli laga nr. 38/2018. Auk þess voru tekin einstaklings- og rýnihópaviðtöl við fatlað fólk á aðgreindum vinnustöðum og á almennum vinnumarkaði á höfuðborgsvæðinu til að fá betri innsýn í stöðu þeirra og viðhorf. Einnig voru tekin viðtöl við fagfólk í málaflokknum og stjórnendur á aðgreindum vinnustöðum þar sem sérstökum sjónum var m.a. beint að réttindum og launum fatlaðs fólks á vinnumarkaði.
Lesa skýrsluna Atvinnumál fatlaðs fólks: Tækifæri til atvinnuþáttöku án greiningar
- Verkefnisstjórar: Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir, Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Rósa Guðrún Bergþórsdóttir, Sigríður Jónsdóttir
- Viðskiptavinur: Velferðarráðuneytið
- Skil skýrslu: Október 2018
Ný framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021 (nr. 16/146), var samþykkt á Alþingi 31. maí 2017. Meginmarkmið þessarar rannsónar var að afla upplýsinga um aðstæður fólks og barna sem nota þjónustu sveitarfélaganna sem ætluð er fötluðu fólki. Könnun var lögð fyrir fullorðna þjónustunotendur og forsjáraðila fatlaðra barna til að fá upplýsingar um reynslu þeirra af aðgengismálum og þjónustu. Einnig voru spurningar lagðar fyrir úrtak almennings í því skyni að kanna viðhorf til þátttöku fatlaðs fólks og þekkingu almennings á aðstæðum þess.
Lesa skýrsluna Könnun vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks