Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd

Texti

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) er rannsókna- og fræðslustofnun.

Rannsóknastofnuninni er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði félagsráðgjafar, einkum öllu því er lýtur að stefnumörkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskylduvernd sem spannar allt lífsskeiðið frá æsku til efri ára.

Mynd
Image
""

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) er rannsókna- og fræðslustofnun.

Rannsóknastofnuninni er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði félagsráðgjafar, einkum öllu því er lýtur að stefnumörkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskylduvernd sem spannar allt lífsskeiðið frá æsku til efri ára. Markmið RBF er jafnframt að miðla vísindalegri þekkingu um félagsráðgjöf og laða fræðimenn til starfa á þessu sviði.

Stofnunin var formlega opnuð 12. maí 2006; er starfrækt í félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og heyrir undir Félagsvísindastofnun.  

Vefsíða RBF var opnuð 7. júní 2006 með helstu grunnupplýsingum og hefur verið í stöðugri mótun. Ný og endurbætt heimasíða RBF var opnuð 9. apríl 2010.
 

Hlutverk

Hlutverk RBF er að auka og efla rannsóknir í félagsráðgjöf á sviði barna- og fjölskylduverndar, m.a. með því að:

 • eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviði félagsráðgjafar og efla tengsl félagslegrar þjónustu á vettvangi við rannsóknir.
 • sinna rannsóknartengdum þjónustuverkefnum á sviði félagsráðgjafar.
 • efla tengsl rannsókna og kennslu og samhæfa rannsóknir á sviði barna- og fjölskylduverndar.
 • hafa samstarf við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og fræðimenn í félagsráðgjöf og efla tengsl við atvinnu- og þjóðlíf.
 • veita nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa og veita nemum þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknastörf á vegum stofnunarinnar eftir því sem unnt er.
 • kynna niðurstöður rannsókna, m.a. með útgáfu ritsmíða, gangast fyrir faglegum námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum á sviði félagsráðgjafar.

Hafðu samband:

Formaður stjórnar

 

Stjórn

 

Starfsfólk

Allir kennarar félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands tengjast rannsóknastofnunni varðandi rannsóknastörf sín og nemenda sinna.

 

Framkvæmdanefnd RBF

RBF tengist tryggum böndum ýmsum samstarfsaðilum á vettvangi í íslensku samfélagi. Samstarfs- og styrktaraðilar RBF eru 6 talsins:

Barnaverndarstofa

 • Borgartúni 21, 105 Reykjavík
 • S: 530-2600
 • Bragi Guðbrandsson

Biskupsstofa

 • Laugavegi 31, 101 Reykjavík
 • S: 528-4000
 • Þorvaldur Karl Helgason

Velferðarráðuneyti

 • Hafnarhúsinu, Tryggvagötu, 101 Reykjavík
 • S: 545-8100
 • Þór G. Þórarinsson

Reykjanesbær

 • Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbær
 • S: 421-6700
 • Hjördís Árnadóttir

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

 • Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
 • S. 411-1111
 • Ellý A. Þorsteinsdóttir

Umboðsmaður barna

 • Laugavegi 13, 101 Reykjavík
 • S: 552-8999
 • Margrét María Sigurðardóttir