Félagsvísindastofnun

Félagsvísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun innan Háskóla Íslands. Hún heyrir undir félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, stjórnmálafræðideild og félagsráðgjafardeild. Félagsvísindastofnun sinnir rannsóknum, ráðgjöf og þjónustuverkefnum sem tengjast viðfangsefnum félagsvísinda.

Undir hatti Félagsvísindastofnunar eru starfræktar fjölmargar rannsóknastofur- og setur á fræðasviðum deildanna þriggja sem að stofnuninni standa. Stofnunin er auk þess í nánu samstarfi við fræðimenn deildanna og aðrar rannsóknastofnanir innan Háskóla Íslands og utan.

Image
Starfsfólk Félagsvísindastofnunar 2020

Rannsóknir og kannanir í gangi

Félagsvísindastofnun er í rannsóknarsamstarfi við alþjóðleg rannsóknarteymi og -verkefni svo sem EVS (European Values Study), ISSP (International Social Survey Programme) og ESS (European Social Survey). Samstarfið gerir íslenskum stjórnendum, rekstraraðilum og rannsakendum kleift að meta og bera saman þróun samfélagsmála á Íslandi við önnur lönd og skoða afstöðu fólks til samfélagslegra breytinga.

Fjölmargar rannsóknir og önnur verkefni eru í vinnslu hjá Félagsvísindastofnun hverju sinni. Meðal helstu rannsókna sem standa yfir í dag eru: Challenges from Terrorism, Governance of Health Data, Brotthvarf af vinnumarkaði, Samráð við almenning um framkvæmdir, CRONOS og Tengsl lesblindu og kvíða.

Ef þú hefur fengið boð um að taka þátt í könnun smelltu þá hér.

Image
""