Félagsvísindastofnun

Félagsvísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun innan Háskóla Íslands og hefur verið starfrækt frá árinu 1985. Megin markmið stofnunarinnar hefur frá upphafi verið að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir sem stuðla að því að styrkja og efla íslenskt samfélag.

Félagsvísindastofnun er með aðild að CESSDA (Consortium of European Social Science Data Archieves) sem hefur það að megin markmiði að tryggja gæði rannsókna og rannsóknarinnviða.

Félagsvísindastofnun leggur áherslu á að:

  • Efla samtal rannsókna og samfélags
  • Efla þverfaglegt samstarf vísinda
  • Efla alþjóðlegt samstarf
  • Styrkja rannsóknainnviði
Image
Starfsfólk Félagsvísindastofnunar 2020

Alþjóðleg samstarfsverkefni

Félagsvísindastofnun er í rannsóknarsamstarfi við alþjóðleg rannsóknarteymi og tekur þátt í evrópskum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum svo sem EVS (European Values Study), ISSP (International Social Survey Programme) og ESS (European Social Survey). Samstarfið gerir íslenskum og erlendum rannsakendum, stjórnendum o.fl., kleift að meta og bera saman þróun samfélagsmála á Íslandi í samanburði við önnur lönd og skoða afstöðu fólks til samfélagslegra breytinga.

Fjölmargar rannsóknir og önnur verkefni eru í vinnslu hjá Félagsvísindastofnun hverju sinni. Meðal helstu rannsókna sem standa yfir í dag eru: Rannsókn á þjónustu í þágu barna, og Viðhorf til virkjana í Þjórsá.

Ef þú hefur fengið boð um að taka þátt í könnun smelltu þá hér.

Image
""