Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands er rannsókna- og fræðastofnun sem sinnir rannsóknum og ráðgjöf á sviði félagsvísinda. Um tveir þriðju rannsóknaverkefna Félagsvísindastofnunar er í samstarfi við starfsfólk og stjórn Háskóla Íslands.
Félagsvísindastofnun gerir rannsóknir og kannanir fyrir fjölmarga aðila, á íslenskum og alþjóðlegum vettvangi, svo sem ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki sem og ýmis félagasamtök, hagaðila og fræðimenn.
Meðal verkefna Félagsvísindastofnunar má nefna rannsóknir og kannanir á sviðum velferðarmála, menntamála, kjara- og atvinnumála, efnahagsmála, menningarmála, stjórnmála, umhverfismála, samgöngumála, jafnréttismála og alþjóðamála.
Auk þess sinnir Félagsvísindastofnun kennslu og ráðgjöf innan háskólans og utan.
Nánari upplýsingar má fá hjá verkefnisstjórum Félagsvísindastofnunar í síma 525 4545 eða með tölvupósti á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is.