Félagsvísindastofnun

Texti

Félagsvísindastofnun gerir rannsóknir og kannanir fyrir fjölmarga aðila, bæði hérlendis og erlendis. Sem dæmi má nefna ráðuneyti, Háskóla Íslands og aðrar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök auk ýmissa hagaðila.

Rannsóknir á sviði félagsvísinda eru til þess fallnar að auka skilning á samfélagslegum málefnum og einnig skerpa tengsl samfélagshópa s.s. stjórnenda, almennings og hagaðila. Fræðileg aðkoma að málaflokkum hefur áhrif á gildi, virðingu, áreiðanleika og traust gagnvart málefnum innan samfélagsins. Rannsóknir geta þannig verið hagnýt aðkoma að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnenda í samfélaginu.

Aðkoma ólíkra hópa að málum í gegnum rannsóknir er talin leiða af sér aukna sátt í ákvarðanatöku, gefa færi á auknum hraða við vinnslu mála, auka sveigjanleika innan stjórna og stjórnsýslu sem aftur skapar rými fyrir nýsköpun í málaflokkum.

Mynd
Image
Starfsfólk Félagsvísindastofnunar 2020