Spurningalistakannanir eru tegund megindlegra rannsóknaraðferða og eru notaðar til að safna tölulegum gögnum fyrir úrtak þess hóps sem ætlunin er að alhæfa um. Þær henta vel til að fá yfirlit yfir tiltekið svið, um viðhorf eða hegðunarmynstur. Símakönnun, netkönnun, póstkönnun, vettvangskönnun og heimsóknarkönnun eru allar skilgreindar hér sem megindlegar rannsóknaraðferðir.

Netpanellinn samanstendur af fólki 18 ára og eldra á landinu öllu og hefur samþykkt að taka þátt í netkönnunum á vegum stofnunarinnar.
Vefkannanir
Hægt er að ná til fólks á einfaldan og þægilegan máta með því að leggja fyrir kannanir á netinu.
Langtímakönnun
Stofnunin hefur langa reynslu af umsjón með gagnaöflun og úrvinnslu langtímarannsókna. Aðferðin leyfir rannsakendum að fylgjast með þróun viðhorfa og hegðunar.
Hægt er að ná til einstaklinga með blönduðum aðferðum gagnaöflunar: póst-, síma- og/eða vefkönnun.
Sími
Símakönnun er algeng aðferð til að nálgast upplýsingar frá viðmælendum og skilar yfirleitt góðu svarhlutfalli.
Í póstkönnun er kynningabréf og spurningalisti sendur á einstaklinga. Aðferðin er fyrst og fremst notuð ef spurningalisti er mjög langur eða flókinn.
Heimsóknarkönnun
Í heimsóknarkönnunum leggja spyrlar spurningar fyrir á heimili svarenda eða þar sem svarand hentar. Spurningalistar í slíkum könnunum eru oft með lengra móti og fæst þannig viðamikið og gott safn af gögnum.
Vettvangsferðir
Vettvangskannanir eru framkvæmdar á þeim vettvangi sem hentar rannsókninni. Stundum krefst rannsókn þess að athugun sé gerð á vettvangi fremur en með spurningalistum eða viðtölum.
Share