Rannsóknamiðstöð í þjóðfræði

Texti

Markmið Rannsóknamiðstöðvar í þjóðfræði er að stunda sjálfstæðar rannsóknir á hversdagsmenningu, lífsháttum og lífssýn á okkar dögum og áður fyrr.

Mynd
Image
""

Meginstoðir starfseminnar eru verkefni á fjórum sviðum

  • Munnmælum
  • Efnismenningu
  • Trúarlífi
  • Menningararfi

Hlutverk Rannsóknamiðstöðvar í þjóðfræði er að auka og efla rannsóknir á ofangreindu sviði, m.a. með því að

  • Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á tilgreindu sviði
  • Taka að sér verkefni fyrir aðila utan sem innan Háskóla Íslands, hafa samstarf við innlendar stofnanir, fyrirtæki og samtök og leitar eftir samstarfi við erlenda fræðimenn og stofnanir á skyldu sviði.
  • Efla tengsl rannsókna og kennslu á sínu starfssviði
  • Veita nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa og þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknastörf á vegum rannsóknamiðstöðvarinnar eftir því sem unnt er
  • Kynna niðurstöður rannsókna m.a. með útgáfu fræðirita, með fræðilegum námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum á starfssviðinu.

Rannsóknamiðstöð í þjóðfræði heyrir undir Félagsvísindastofnun samkvæmt 3. tölulið 4. mgr. 27. gr. reglna nr. 458/2000 um Háskóla Íslands. Miðstöðin er vettvangur fyrir rannsóknir og miðlun þekkingar á sviði þjóðfræði.

BA og MA ritgerðir, greinar og erindi í Þjóðfræði má finna á Skemmunni