Spyrlaver

Á Félagsvísindastofnun er starfrækt spyrlaver sem er nýtt þegar gögnum er safnað í gegnum síma. 

Spyrlar á vegum Félagsvísindastofnunar fá sérstaka þjálfun og nákvæma kynningu á því verkefni sem þeir fást við hverju sinni.

Spyrlarnir fylgja ströngum verklagsreglum sem tryggja hlutleysi, samræmi og gæði. Auk þess hefur verkefnisstjóri umsjón með hverju verkefni og fylgir því eftir. Verkefnisstjóri vinnur náið með spyrlum og fer yfir hluta svara jafnóðum og könnunin er gerð.