Málefni eldri borgara

  • Verkefnisstjórar: Helgi Guðmundsson
  • Viðskiptavinur: Félagsmálaráðuneytið, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Landssamband eldri borgara
  • Skil skýrslu: Mars 2021

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hagi og líðan aldraðra á Íslandi. Könnunin náði til 1800 manns af landinu öllu sem voru 67 ára eða eldri. Þátttakendur voru meðal annars spurðir um almennt heilbrigði, viðhorf til heilbrigðisþjónustu, aðstoð sem þau nýta sér, félagslega virkni og fleira. Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra spurninga.

Lesa skýrsluna Hagir eldri borgara. Greining á högum og líðan eldri borgara árið 2020

  • Verkefnisstjórar: Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir, Guðný Gústafsdóttir
  • Viðskiptavinur: Velferðarráðuneytið
  • Skil skýrslu: Maí 2018

Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja þá þjónustu sem veitt er öldruðum á Íslandi, að undanskilinni þeirri þjónustu sem veitt er á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Aflað var upplýsinga um þjónustu sem veitt er öldruðum í umdæmum félagsmálastjóra og kortlagt hvaða úrbóta er þörf.  

Lesa Kortlagning á þjónustu við aldraða