Þjóðmálakönnun

Spurningavagn Félagsvísindastofnunar

 

Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar er mánaðarleg netkönnun. Í könnuninni eru Íslendingar spurðir um ýmis samfélagsleg málefni og það sem er efst á baugi hverju sinni. Þjóðmálakönnunin er svokallaður spurningavagn en þá gefst fyrirtækjum og öðrum áhugasömum kostur á að kaupa eina eða fleiri spurningar sem netpanell Félagsvísindastofnunar svarar á skömmum tíma. Netpanellinn samanstendur af fólki 18 ára og eldra á landinu öllu sem hefur samþykkt að taka þátt í netkönnunum á vegum stofnunarinnar. Niðurstöður eru greindar eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, starfi, tekjum, hjúskaparstöðu og stjórnmálaskoðun svarenda.

Þjóðmálakönnunin er einföld og hagkvæm leið til að fá skjót svör við hvers kyns spurningum um stöðu, viðhorf og gildi íslensku þjóðarinnar.

 

Algeng og hentug viðfangsefni í Þjóðmálakönnun

  • Félagsleg staða Íslendinga og tiltekinna þjóðfélagshópa, t.d. þeirra sem stéttarfélög og önnur hagsmunasamtök berjast fyrir
  • Viðhorf þjóðarinnar til málefna sem brenna á fólki, félagasamtökum og stjórnmálahreyfingum, m.a. fylgiskannanir
  • Líferni, heilbrigði og félagslegar venjur fólks, t.d. neysla á vörum, þjónustu og fjölmiðlum
  • Ímynd fyrirtækja og stofnana

Starfsfólk Félagsvísindastofnunar veitir ráðgjöf um spurningagerð til að fá nákvæmar, áreiðanlegar og nothæfar niðurstöður sem samræmast markmiðum þess sem spyr.