Skipulagsmál

  • Verkefnisstjórar: Guðný Gústafsdóttir, Stefán Þ. Gunnarsson, Ásdís A. Arnalds
  • Viðskiptavinur: Skipulagsstofnun
  • Skil skýrslu: Júní 2021

Skipulag er í grunninn skilgreint sem bindandi áætlun sveitastjórna um mótun byggðar og nýtingu umhverfis. Samkvæmt skilgreiningunni hvílir endanleg ákvarðanataka og ábyrgð á stjórn sveitarfélaga. Í stefnu Skipulagsstofnunar 2019-2023 er lögð áhersla á samráð bæði í stefnumótunarvinnu og stjórnsýslulegri umsýslu skipulagsmála.

Meginmarkmið þessarar rannsóknarinnar var að meta afstöðu almennings til samráðs um skipulagsmál og umhverfismats framkvæmda ásamt því að kortleggja mat fagaðila í málaflokknum á almenningssamráði um stefnumótun og ákvarðanatöku.

Lesa skýrsluna Samráð við almenning um skipulagsmál

  • Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Björn Rafn Gunnarsson, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Viktor Orri Valgarðsson
  • Viðskiptavinur: Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
  • Skil skýrslu: 20. nóvember 2013

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) stóðu fyrir íbúafundi sem fram fór í Menntaskólanum í Kópavogi í nóvember 2013. Umfjöllunarefni fundarins var nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið, sem mun marka stefnu um þróun byggðar á svæðinu frá árinu 2015 fram til ársins 2040. Tekið var 600 manna lagskipt úrtak íbúa úr sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og óskað eftir þátttöku þeirra á fundinum. 393 svöruðu símakönnun, 109 samþykktu að mæta á íbúafund og 47 mættu á hann.