Heilbrigðismál
- Verkefnastjórarnir á Íslandi eru Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindasviðs og Salvör Nordal, fyrrverandi forstöðumaður siðanefndar Háskóla Íslands.
- Rannsóknarverkefnið er undir forystu Jane Kaye, forstöðumanns HeLEX, Nuffield Department for Population Health, Medical Sciences Division, Oxford University. Aðrar stofnanir sem taka þátt í verkefninu eru Siðfræðistofnun (Center for Research Ethics and Bioethics) við Háskólann í Uppsala og Lagadeild Háskólans í Osló.
- Styrkt er af Nordforsk
Markmið rannsóknarverkefnisins "Stjórnun heilbrigðisgagna í netheimum" er að þróa leiðbeiningar um seiglu stjórnunaraðferða fyrir netheima. Á 21. öldinni eru árangursrík heilbrigðisþjónusta og læknisfræðilegar rannsóknir í auknum mæli háð því að safna og dreifa upplýsingum í netheims og er það hugsanlega gríðarlegur ávinningur fyrir samfélagið. Hins vegar fylgir netheiminum sú áhætta sem tengist misnotkun gagna. Úr niðurstöðunum má lesa hvaða áhættu almenningur telur stafa af því að setja gögn um heilsufar á netið. Niðurstöðurnar verða notaðar við þróun netstýringar, til ávinnings fyrir heilbrigðisþjónustu og aðrar atvinnugreinar.
- Verkefnisstjórar: Eva Heiða Önnudóttir, Friðrik H. Jónsson, Kristjana Stella Blöndal
- Viðskiptavinur: Ágústa Pálsdóttir lektor
- Skil skýrslu: Langtímarannsókn
Langtímarannsókn sem gerð var fyrir Ágústu Pálsdóttur, lektor.
- Verkefnisstjórar: Eva Heiða Önnudóttir, Jóhanna C. Andrésdóttir, Ævar Þórólfsson, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Gigtarfélag Íslands
- Skil skýrslu: Október 2003
Á vormánuðum árið 2003 var gerð póstkönnun á vegum Félagsvísindastofnunar á högum gigtveikra sem eru aðilar að Gigtarfélagi Íslands.
- Verkefnisstjóri: Heiður Hrund Jónsdóttir
- Viðskiptavinur: Miðstöð heilsuverndar barna
- Skil skýrslu: Nóvember 2005
Markmið könnunarinnar var að kanna afleiðingar og gagnsemi greiningar með tilliti til nýtingar úrræða sem mælt var með og stöðu barna nokkrum árum eftir að þau fengu greiningu teymisins.
- Verkefnisstjórar: Guðný Bergþóra Tryggvadóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
- Viðskiptavinur: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
- Skil skýrslu: Janúar 2013
Að meta afstöðu foreldra eða forsjáraðila til þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
Lesa skýrsluna Mat á þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins
- Verkefnisstjórar: Sigrún Aðalbjarnardóttir, Andrea G. Dofradóttir
- Skil skýrslu: 2002
Í bókinni er greint frá tóbaksreykingum sama hóps ungs fólks í Reykjavík yfir sjö ára tímabil. Niðurstöðurnar eru hluti viðamikillar langtímarannsóknar á "Áhættuhegðun ungs fólks". Eitt markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig tóbaksreykingar stúlkna og pilta þróast og skoða þær breytingar sem verða á viðhorfum þeirra til reykinga bæði eftir neyslu þeirra og eftir því sem þau eldast.
- Verkefnisstjórar: Anna Soffía Víkingsdóttir, Auður Magndís Auðardóttir, Ásdís A. Arnalds, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Viktor Orri Valgarðsson
- Viðskiptavinur: Velferðarráðuneytið
- Skil skýrslu: 5. september 2013
Markmiðið var að meta árangur verkefna sem hlutu styrk á árunum 2010 til 2012 vegna þjónustu við langveik börn og börn með ADHD greiningu og meta hversu vel hefur tekist að nýta áfram þá vinnu sem unnin var fyrir styrkfé eftir að styrktímabili lauk.
- Verkefnisstjórar: Ásdís A. Arnalds, Halldór Sig. Guðmundsson, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: ÓB-ráðgjöf
- Skil skýrslu: Júní 2007
Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og ÓB-ráðgjöf höfðu samstarf um gerð spurningalista sem ætlað var að mæla árangur af verkefninu Hugsað um barn sem hóf göngu sína hér á landi haustið 2004.