Menntamál

  • Verkefnisstjórar: Ásdís A. Arnalds, Guðný Gústafsdóttir
  • Viðskiptavinur: Félag lesblindra á Íslandi
  • Skil skýrslu: Mars 2023

Rannsókn þessi fólst í að kortleggja stöðu lesblindra barna og ungmenna á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var fjórþætt: Í fyrsta lagi var henni ætlað að kanna algengi lesblindu meðal ungs fólks. Í öðru lagi var markmiðið að greina stöðu ungs lesblinds fólks á vinnumarkaði og í námi. Í þriðja lagi var lögð áhersla á að kanna hvernig úrræði í námi hafa nýst ungu lesblindu fólki. Síðast en ekki síst var megin markmið rannsóknarinnar að skoða tengsl lesblindu og kvíða meðal barna og ungmenna á Íslandi. Rannsóknin var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Lesa skýrsluna Staða lesblindra barna og ungmenna á Íslandi. Tengsl lesblindu og kvíða

  • Verkefnisstjórar: Auður Magndís Auðardóttir, Hrafnhildur Snæfríðardóttir Gunnarsdóttir
  • Viðskiptavinur: Fræðslunet Suðurlands og Fjölmennt
  • Skil skýrslu: Maí 2013

Greining á þörf fyrir starfsmenntunarnámskeið fyrir fatlað fólk á Suðurlandi

  • Verkefnisstjórar: Ella Björt Teague, Kristjana Stella Blöndal
  • Skil skýrslu: Febrúar 2006

In this report the results from the external evaluation of the Leonardo da Vinci Programme ALL – Accreditation of Lifelong Learning will be introduced. Five partners took part in the project: Iceland, the UK, the Netherlands, Italy and Norway. The main focus of the evaluation is on the implementation of the project and quality of the products.The ALL project is a transnational project aimed at developing quality assurance of lifelong education for learners and providers in the non-formal educational sector.

Lesa skýrsluna ALL Accreditation of Lifelong Learning External Evaluation Report

  • Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Hrefna Guðmundsdóttir
  • Viðskiptavinur: Menntamálaráðuneytið
  • Skil skýrslu: Júlí 2009

Árið 2006 heimilaði menntamálaráðuneytið Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Skólaskrifstofu Suðurlands að reka tilraunaskóla fyrir börn og unglinga á Suðurlandi sem glíma við hegðunar- og tilfinningaraskanir. Verkefnið ART á Suðurlandi var þá sett á laggirnar með tilkomu náms- og meðferðarúrræðisins Gaulverjaskóli. Félagsvísindastofnun var falið að meta framkvæmd og ávinning verkefnisins.

Lesa skýrsluna ART á Suðurlandi: Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins

  • Verkefnisstjórar: Kristjana Stella Blöndal, Jón Torfi Jónasson
  • Skil skýrslu: Nóvember 2002

Í þessari rannsókn voru könnuð tengsl skólatengdra, félagslegra og sálfræðilegra þátta við brottfall úr námi. Annars vegar var kannað hvort mat fólks á stuðningi foreldra til náms og skólakerfinu tengdist námslokum úr framhaldsskóla og hins vegar hvort munur væri á sjálfsáliti og trú 24 ára fólks á eigin hæfni til bóknáms eftir námslokum.

Lesa skýrsluna Brottfall úr námi: Afstaða til skóla, félagslegir og sálfræðilegir þættir

  • Verkefnisstjóri: Andrea G. Dofradóttir
  • Viðskiptavinur: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
  • Skil skýrslu: Janúar 2002

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður könnunar á viðhorfum nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ til áfanga á haustönn 2001. Spurningalista var dreift til nemenda sem voru mættir í kennslustund viðeigandi áfanga og þeir beðnir að svara 27 spurningum um áfangann. Alls var um að ræða 170 áfanga.

Skýrslan er trúnaðarmál

  • Verkefnisstjórar: Friðrik H. Jónsson, Einar Mar Þórðarson, Pétur Maack Þorsteinsson
  • Viðskiptavinur: Háskóli Íslands
  • Skil skýrslu: 2004

Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um undirbúning nemenda fyrir háskólanám, sjálft námið í Háskóla Íslands, umskiptin frá námi til starfs, og síðast en ekki síst hvernig námið hefur nýst nemendum í lífi og starfi. Þetta er gert í þeim tilgangi að læra af reynslu fyrrverandi nemenda skólans til þess að gera Háskóla Íslands að enn betri skóla.

  • Verkefnisstjóri: Hrefna Guðmundsdóttir
  • Viðskiptavinur: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Skil skýrslu: 30. júní 2010

Að meta hvernig leikskólastjórum hefur gengið að innleiða ný lög um leikskóla

Lesa skýrsluna Könnun meðal leikskólastjóra á innleiðingu og framkvæmd laga um leikskóla

  • Verkefnisstjóri: Hrefna Guðmundsdóttir
  • Viðskiptavinur: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Skil skýrslu: Febrúar 2010

Að afla upplýsinga um hvernig framhaldsskólum gengi að innleiða nýju lögin.

Lesa skýrsluna Könnun meðal skólameistara og rektora á innleiðingu og framkvæmd laga um framhaldsskóla

  • Verkefnisstjórar: Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Ragna Benedikta Garðarsdóttir
  • Viðskiptavinur: Háskóli Íslands
  • Skil skýrslu: Desember 2009

Að kanna afdrif nemenda, hvað þau hafa tekið sér fyrir hendur í kjölfar útskriftar og hvernig námið við Lagadeild HÍ hefur nýst þeim í starfi og áframhaldandi námi.

Lesa skýrsluna Könnun á afdrifum brottskráðra nema frá Lagadeild Háskóla Íslands árin 2005-2009

  • Verkefnisstjórar: Auður Magndís Auðardóttir, Magnús Árni Magnússon
  • Viðskiptavinur: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Skil skýrslu: Desember 2009

Að meta stöðu innleiðingar nýrra laga um leik- og grunnskóla auk þess sem upplýsingarnar munu nýtast sem liður í lögbundnu eftirliti ráðuneytisins með skólastarfi.

Lesa skýrsluna Könnun á innleiðingu og framkvæmd laga um leikskóla og grunnskóla

  • Verkefnisstjórar: Heiður Hrund Jónsdóttir, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Háskóli Íslands
  • Skil skýrslu: Maí 2008

Þýði könnunarinnar var heildarfjöldi þeirra sem innrituðu sig í nám við Háskóla Íslands á árunum 2003-2006 en höfðu hætt námi. Svörum var safnað með símakönnun í desember 2007. Alls náðist í 906 svarendur og var svörun í könnuninni 75,5%.

Lesa skýrsluna Könnun á meðal skráðra nemenda Háskóla Íslands sem hætt hafa námi

  • Verkefnisstjórar: Gunnar Þór Jóhannesson, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Menntamálaráðuneytið
  • Skil skýrslu: Apríl 2008

Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum könnunar meðal þeirra sem fengu styrki frá menntamálaráðuneytinu til íslenskukennslu fyrir útlendinga, fyrri hluta árs 2007.

Lesa skýrsluna Könnun á ráðstöfun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga

  • Verkefnisstjórar: Hrefna Guðmundsdóttir, Guðlaug J. Sturludóttir, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Menntasvið Reykjavíkurborgar
  • Skil skýrslu: Janúar 2009

Að varpa ljósi á starfsemi Tungumálavers annars vegar og hins vegar að meta þjónustu þess við skóla, kennara og nemendur.

  • Verkefnisstjórar: Jón Torfi Jónasson, Kristín Erla Harðardóttir
  • Viðskiptavinur: The Leonardo Da Vinci Learning Community Project
  • Skil skýrslu: Janúar 2004

In this report, the results of the evaluation of the Leonardo Da Vinci Learning Community Project (LearnCom) will be introduced. The aim of the project was to provide populations, living in disadvantaged communities, with learning skills necessary to take control of their own situations and re-enter the working life.

  • Verkefnisstjórar: Kristín Erla Harðardóttir, Gunnar Þór Jóhannesson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson
  • Viðskipavinur: Sveitarfélagið Þingeyjarsveit
  • Skil skýrslu: Apríl 2010

Að fá fram tillögur um hvernig skólamálum gæti verið betur komið fyrir út frá fjárhagslegum, faglegum og samfélagslegum sjónarmiðum.

Lesa skýrsluna Mat á skólamálum í Þingeyjarsveit

  • Verkefnisstjórar: Auður Magndís Auðardóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Heiður Hrund Jónsdóttir
  • Viðskiptavinur: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Skil skýrslu: Febrúar 2012

Að kanna rekstur starfsbrauta, þau markmið sem framhaldsskólarnir setja fyrir starfsbrautir, að kanna faglega framkvæmd og árangur, draga fram veikleika og styrkleika starfsbrauta í völdum framhaldsskólum og að kanna viðhorf starfsbrautarnemenda og foreldra/forráðamanna þeirra til starfseminnar.

Lesa skýrsluna Mat á starfsbrautum framhaldsskóla

  • Verkefnisstjórar: Kristín Erla Harðardóttir, Ásdís A. Arnalds
  • Viðskiptavinur: Menntasvið Reykjavíkurborgar
  • Skil skýrslu: Nóvember 2008

Menntasvið Reykjavíkurborgar fól Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í lok maí 2008 að gera úttekt á áhrifum og væntingum til starfstilhögunar Norðlingaskóla í Reykjavík.

Lesa skýrsluna Mat á tilraun í Norðlingaskóla

  • Verkefnisstjórar: Jón Torfi Jónasson, Kristjana Stella Blöndal
  • Skil skýrslu: 2002

Í þessari skýrslu eru kynntar niðurstöður um tengsl búsetu við námsferil og námsstöðu ungs fólks. Niðurstöðurnar byggjast á mjög víðtækri rannsókn á námsgengi og afstöðu '75 árgangsins til náms.

Námsmat við félagsvísindadeild Háskóla Íslands

  • Verkefnisstjórar: Heiður Hrund Jónsdóttir, Auður Magndís Leiknisdóttir, Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Háskóli Íslands
  • Skil skýrslu: Júlí 2008

Markmiðið var að kortleggja fyrirkomulag námsmats í grunn- og framhaldsnámi við deildina til að bæta námsmat og einkunnaskil og ná þannig fram þeim markmiðum sem sett eru fram í stefnu deildarinnar.

  • Verkefnisstjórar: Ásdís A. Arnalds, Friðrik H. Jónsson
  • Skil skýrslu: Maí 2008

In this report, results from the interim evaluation of the RECALL project are presented. RECALL-Recognition of Quality in Lifelong Learning is a two year pilot project, funded by the European Commission's Leonardo da Vinci programme. The main focus of the evaluation is on the management of the project, cooperation among partners, and the quality of the product.

  • Verkefnisstjórar: Allyson Macdonald, Andrea G. Dofradóttir, Jón Torfi Jónasson, Michael Dal, Ragna B. Garðarsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir
  • Viðskiptavinur: Menntamálaráðuneytið
  • Skil skýrslu: September 2002

Vorið 2002 samdi starfshópur um styttingu framhaldsskóla, á vegum menntamálaráðuneytisins, við Félagsvísindastofnun og Rannsóknarstofnun Kennaraháskólans að gera samanburðarkönnun á skipulagi og lengd náms og námskröfum á Íslandi, í Svíþjóð og í Danmörku.

Lesa skýrsluna Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

  • Verkefnisstjórar: Hildur B. Svavarsdóttir, Kristjana Stella Blöndal
  • Viðskiptavinur: Starfsgreinaráð í hönnunar- og handverksgreinum
  • Skil skýrslu: Apríl 2005

Hér er lýst úttekt á stöðu starfa í fataiðngreinum ásamt viðhorfum til nýbreytni í námi í fataiðngreinum. Markmið úttektarinnar voru eftirfarandi: Skoða störf í fataiðngreinum og kröfur til starfsfólks um ýmsa færniþætti. Almenn lýsing á starfssviði. Hugmyndir um fyrirkomulag náms í fataiðngreinum og endurskoðun þess.

Lesa skýrsluna Staða fataiðngreina: nám, starfsumhverfi, þróun og kröfur um færni

  • Verkefnisstjórar: Auður Magndís Auðardóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Ágústa Edda Björnsdóttir, Heiður Hrund Jónsdóttir og Friðrik H. Jónsson
  • Viðskiptavinur: Menntamálaráðuneytið
  • Skil skýrslu: Apríl 2009

Að kanna stöðu lestrarkennslu í grunnskólum og leita svara við eftirfarandi spurningum: Hvernig er lestrarkennslu háttað í íslenskum grunnskólum? Eru vísbendingar um að formlegri lestrarkennslu ljúki í einhverjum tilteknum árgangi Hvernig er lesskilningur nemenda þjálfaður?

Lesa skýrsluna Staða lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum

  • Verkefnisstjórar: Jón Torfi Jónasson, Jóhanna Rósa Arnardóttir
  • Viðskiptavinur: Símenntun á Íslandi
  • Skil skýrslu: Nóvember 2001

Tekið var 1.800 manna úrtak meðal fólks á aldrinum 18-75 ára af landinu öllu, svarhlutfall var 75%. Tilgangurinn var meðal annars að fá heildaryfirlit yfir eðli og einkenni símenntunar hér á landi einkum náms utan skólakerfisins og gera rannsókn á þróun hennar í íslensku samfélagi.

  • Verkefnisstjórar: Jón Torfi Jónasson, Jóhanna Rósa Arnardóttir
  • Viðskiptavinur: Símenntun á Íslandi
  • Skil skýrslu: September 2001

Tilgangurinn var meðal annars að fá heildaryfirlit yfir eðli og einkenni símenntunar hér á landi einkum náms utan skólakerfisins og gera rannsókn á þróun hennar í íslensku samfélagi.

  • Verkefnisstjórar: Jón Torfi Jónasson, Andrea G. Dofradóttir
  • Skil skýrslu: 2009

Rannsóknin byggir á gögnum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Niðurstöður eru einkum byggðar á sérkönnun sem var hluti af vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar árið 2003, en markmiðið með henni var að afla nánari upplýsinga um þátttöku í námi og fræðslu, umfram það sem gert er í reglubundnum vinnumarkaðsrannsóknum Hagstofunnar.

Lesa skýrsluna Þátttaka í fræðslu á Íslandi: Niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar 2003