Jafnréttismál
- Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Kristjana Stella Blöndal, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Jafnréttisnefnd HÍ
- Skil skýrslu: Mars 2004
Í þessari skýrslu eru kynntar niðurstöður úr könnun á samskiptum nemenda og starfsfólks í Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands. Könnunin var lögð fyrir úrtak nemenda og starfsfólks Háskólans á vormánuðum 2003. Meginmarkmiðið með könnuninni var að kanna tíðni eineltis og tíðni kynferðislegrar áreitni meðal nemenda og starfsfólks skólans.
Lesa skýrsluna Einelti og kynferðisleg áreitni í Háskóla Íslands
- Verkefnisstjórar: Lilja Mósesdóttir, Andrea G. Dofradóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Kristjana Stella Blöndal, Einar Mar Þórðarson, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir
- Viðskiptavinur: Félagsmálaráðuneytið
- Skil skýrslu: Mars 2006
The overall aim of the project På sporet av likelön - Evaluating Equal Pay - Mælistikur á launajafnrétti is to deepen our understandings of the gender pay gap in the five Nordic countries through a comparison of available statistical indicators, analysis of studies on the adjusted gender pay gap and review of measures or “good practices” to tackle the gender pay gap.
- Verkefnisstjórar: Bylgja Árnadóttir, Hafsteinn Einarsson, Benjamín Gíslason, Ævar Þórólfsson
- Viðskiptavinur: Alþjóðamálastofnun HÍ, velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti
- Skil skýrslu: Febrúar 2017
Í þessari skýrslu eru kynntar niðurstöður úr könnun á stöðu flóttafólks sem framkvæmd var veturinn 2016-2017. Könnunin var hluti af heildarúttekt á aðlögun flóttafólks á Íslandi sem unnin var af Alþjóðamálastofnun fyrir innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti. Könnunin var lögð fyrir fólk sem fékk stöðu flóttamanns á árunum 2004-2015 og orðið var 18 ára eða eldra árið 2016.
- Verkefnisstjórar: Vala Jónsdóttir, Kristín Erla Harðardóttir, Ragna Benedikta Garðarsdóttir
- Viðskiptavinur: Samstarfsverkefni Félagsvísindastofnunar og Fjölmenningarseturs
- Skil skýrslu: Október 2009
Að safna haldbærum upplýsingum um ýmsa þætti sem tengjast búsetu innflytjenda hér á landi. Spurt var um vinnu þeirra, menntun og reynslu, hvaða upplýsingar þeir hafa um réttindi sín og skyldur, hvort þeir nýta sér þjónustu sveitarfélaga eða verkalýðsfélaga, skólagöngu barna þeirra, þátttöku þeirra í félagsstarfi, tungumálakunnáttu og viðhorf til ýmissa málaflokka.
- Verkefnisstjórar: Einar Mar Þórðarson, Heiður Hrund Jónsdóttir, Fanney Þórsdóttir, Ásdís A. Arnalds, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Félagsmálaráðuneytið
- Skil skýrslu: September 2008
Meginmarkmið könnunarinnar er að kanna laun og launasamsetningu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði til að komast að því hvort kynbundinn launamunur sé til staðar, hve mikill hann sé og hvort og hvernig megi skýra muninn.
Lesa skýrsluna Kynbundinn launamunur á íslenskum vinnumarkaði
- Verkefnisstjórar: Kristjana Stella Blöndal, Einar Mar Þórðarson
- Viðskiptavinur: Garðabær
- Skil skýrslu: Desember 2004
Meginmarkið rannsóknarinnar var að kanna hvort kynbundinn launamunur sé meðal starfsfólks Garðabæjar. Greiningin byggist á launagreiðslum 1. febrúar árið 2004.
- Verkefnisstjórar: Auður Magndís Auðardóttir, Ásdís A. Arnalds
- Viðskiptavinur: Háskóli Íslands
- Skil skýrslu: Apríl 2010
Að gera grein fyrir þeirri vinnu og þeim úrbótum sem gerðar hafa verið í málefnum fatlaðra stúdenta og starfsmanna á tímabilinu 2007-2009.
- Verkefnisstjórar: Ásdís A. Arnalds, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir, Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, Jarþrúður Þórhallsdóttir, Hanna Björg Sigurjónsdóttir, María Jónsdóttir, Elísabet Karlsdóttir
- Viðskiptavinur: Velferðarráðuneytið
- Skil skýrslu: 25. mars 2013
Að gera grein fyrir eðli ofbeldis gegn fötluðum konum, að kanna við hvers konar aðstæður ofbeldið á sér stað og hvaða afleiðingar það hefur fyrir fatlaðar konur að hafa verið beittar ofbeldi
- Verkefnastjórar: Kristjana Stella Blöndal, Ævar Þórólfsson
- Viðskiptavinur: Orkuveita Reykjavíkur
- Skil skýrslu: Mars 2004
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort kynbundinn launamunur sé meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur. Greiningin byggist á launum fyrir septembermánuð árið 2003.
- Verkefnisstjórar: Kristjana Stella Blöndal, Ævar Þórólfsson
- Viðskiptavinur: Reykjavíkurborg
- Skil skýrslu: Maí 2002
Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort kynbundinn launamunur sé meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar. Greiningin byggist á launum í október 2001. Jafnframt eru bornar saman niðurstöður um launamun kynjanna í október 2001 við niðurstöður rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á sama efni frá október 1995.
- Verkefnisstjóri: Kristjana Stella Blöndal
- Viðskiptavinur: Landsvirkjun
- Skil skýrslu: Júní 2006
Meginmarkmið rannsóknarinnar eru tvíþætt: Annars vegar að kanna hvort kynbundinn launamunur sé meðal starfsfólks Landsvirkjunar miðað við laun fyrir janúar árið 2006 og hins vegar að athuga hvort kynbundinn launamunur hefur breyst miðað við niðurstöður sambærilegrar rannsóknar sem byggði á launum fyrir janúar árið 2003.
- Verkefnisstjóri: Kristjana Stella Blöndal
- Viðskiptavinur: Mosfellsbær
- Skil skýrslu: Apríl 2000
Meginmarkmið þessarar rannsóknar er greining á launum starfsmanna Mosfellsbæjar.
- Verkefnisstjórar: Kristjana Stella Blöndal, Hildur B. Svavarsdóttir
- Viðskiptavinur: Kennaraháskóli Íslands
- Skil skýrslu: Maí 2005
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvort kynbundinn launamunur sé meðal starfsfólks Kennaraháskóla Íslands. Greiningin byggist á launum sem greidd voru 1. október árið 2004.
- Verkefnisstjórar: Auður Magndís Auðardóttir, Ásdís A. Arnalds, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands
- Skil skýrslu: Janúar 2009
Í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands (2005a) er kveðið á um að úttekt á stöðu jafnréttismála innan skólans sé gerð á fjögurra ára fresti.
- Verkefnisstjórar: Heiður Hrund Jónsdóttir, Kristín Erla Harðardóttir, Kristjana Stella Blöndal
- Viðskiptavinur: Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samband sveitarfélaga á Austurlandi
- Skil skýrslu: Janúar 2005
Haustið 2004 kom út skýrslan Viðhorf innflytjenda á Vestfjörðum og Austurlandi sem Fjölmenningarsetrið vann í samvinnu við Félagsvísindastofnun. Um var að ræða könnun þar sem markmiðið var að kanna meðal innflytjenda búsetu, réttarstöðu, tungumálakunnáttu, þátttöku í félagsstarfi, nýtingu og afstöðu til ýmiss konar þjónustu og atvinnu. Í skýrslunni var ekki gerður samanburður milli innflytjenda á Austurlandi annars vegar og Vestfjörðum hins vegar. Markmið þessarar umfjöllunar er aftur á móti að kynna niðurstöður slíks samanburðar.
Lesa skýrsluna Viðhorf innflytjenda á Vestfjörðum og Austurlandi: Samanburður milli landshluta