Umhverfismál

  • Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Björn Rafn Gunnarsson, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Viktor Orri Valgarðsson
  • Viðskiptavinur: Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
  • Skil skýrslu: 20. nóvember 2013

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) stóðu fyrir íbúafundi sem fram fór í Menntaskólanum í Kópavogi í nóvember 2013. Umfjöllunarefni fundarins var nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið, sem mun marka stefnu um þróun byggðar á svæðinu frá árinu 2015 fram til ársins 2040. Tekið var 600 manna lagskipt úrtak íbúa úr sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og óskað eftir þátttöku þeirra á fundinum. 393 svöruðu símakönnun, 109 samþykktu að mæta á íbúafund og 47 mættu á hann.

  • Verkefnisstjóri: Andrea G. Dofradóttir
  • Viðskiptavinur: Þorvarður Árnason verkefnastjóri
  • Skil skýrslu: Júní 2002

Félagsvísindastofnun gerði þjóðmálakönnun í apríl/maí 2002 þar sem meðal annars var spurt um sjálfbæra þróun. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1200 manns á aldrinum 18 til 80 ára af landinu öllu.

Lesa skýrsluna Þekking Íslendinga á hugtakinu sjálfbær þróun