Umhverfismál

 • Verkefnisstjórar: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Guðný Gústafsdóttir, Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir
 • Viðskiptavinur: Umhverfisstofnun
 • Skil skýrslu: Apríl 2022

Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að gera tillögu að aðferðafræði við grunnlínumælingar á magni matarsóunar á Íslandi í samræmi við kröfur framkvæmdastjórnar ESB. Samkvæmt áætlun Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna er þriðjungi framleiddra matvæla í heiminum sóað eða um 1,3 milljörðum tonna á ári. Áhrif matarsóunar eru margþætt og má þar helst nefna félagsleg áhrif, fjárhagsleg áhrif og umhverfisáhrif.

Lesa skýrsluna Mælingar á matarsóun 2022

 • Verkefnisstjórar: Guðný Gústafsdóttir, Ari Klængur Jónsson
 • Viðskiptavinur: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
 • Skil skýrslu: Ágúst 2021

Íslenska ríkið hefur gefið út stefnuyfirlýsingum um kolefnishlutlaust Íslandi árið 2040. Til þess að ná því markmiði er víðtækra aðgerða krafist sem taka til breytinga á laga- og regluverki, breytinga í iðnaði, þjónustu og verslun o.fl. og ekki síst breytinga á neysluhegðun og umgengni almennings. Frá upphafi stefnumótunar ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum hefur verið lögð rík áhersla á samráð og samtal allra hlutaðeigandi aðila, bæði hagaðila og almennings í landinu.

 • Verkefnisstjórar: Guðbjörg A. Jónsdóttir, Hafsteinn Einarsson, Bylgja Árnadóttir
 • Viðskiptavinur: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
 • Skil skýrslu: 25. febrúar 2016

Faghópur um samfélagsleg áhrif virkjana (faghópur 3) sem skipaður er af verkefnisstjórn 3. Áfanga rammaáætlunar á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins stóð fyrir íbúafundi sem fram fór á Sauðárkróki janúar 2016. Á fundinum ræddu íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi um samfélagsleg áhrif virkjana. Boðað var til fundarins með þeim hætti að hringt var í alla íbúa sveitarfélaganna 18 ára og eldri sem voru með skráð símanúmer. Við skráningu á fundinn voru íbúar beðnir um að svara nokkrum spurningum um samfélagsleg áhrif virkjana, og þeim boðið að taka þátt í fundinum. Í skýrslunni má sjá niðurstöður símakönnunar og umræðurannsókn.

Lesa skýrsluna Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Skagafirði.

 • Verkefnisstjórar: Guðbjörg A. Jónsdóttir, Hafsteinn Einarsson, Bylgja Árnadóttir
 • Viðskiptavinur: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
 • Skil skýrslu: 12. febrúar 2016

Faghópur um samfélagsleg áhrif virkjana (faghópur 3) sem var skipaður af verkefnisstjórn 3. Áfanga rammaáætlunar á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, stóð fyrir íbúafundi Kirkjubæjarklaustri árið 2016. Á fundinum ræddu íbúar í Skaftárhreppi um samfélagsleg áhrif virkjana. Markmið fundarins var að afla gagna fyrir áframhaldandi starf faghóps um samfélagsleg áhrif virkjana en faghópurinn vinnur að þróun aðferða til að meta umrædd áhrif. Við matið er bæði megindlegum og eigindlegum aðferðum beitt. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar var lögð könnun fyrir íbúa í Skaftárhreppi og þeim jafnframt boðið að taka þátt í umræðurannsókn (íbúafundur). Í skýrslunni má finna niðurstöður úr spurningakönnun og umræðum fundarins.

Lesa skýrsluna Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Skaftárhreppi.

 • Verkefnisstjóri: Andrea G. Dofradóttir
 • Viðskiptavinur: Þorvarður Árnason verkefnastjóri
 • Skil skýrslu: Júní 2002

Félagsvísindastofnun gerði þjóðmálakönnun í apríl/maí 2002 þar sem meðal annars var spurt um sjálfbæra þróun. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1200 manns á aldrinum 18 til 80 ára af landinu öllu.

Lesa skýrsluna Þekking Íslendinga á hugtakinu sjálfbær þróun