Þjónustu- og neyslukannanir
- Verkefnisstjórar: Heiður Hrund Jónsdóttir, Andrea G. Dofradóttir
- Viðskiptavinur: Icelandair
- Skil skýrslu: Mars 2005
Alþjóðlega sælkerahátíðin Food & Fun eða matur og skemmtun var haldin í þriðja sinn dagana 18.-22. febrúar 2005. Hátíðin var öllum opin og voru gestir beðnir að taka þátt í stuttri könnun á vegum Icelandair. Matargestir svöruðu nokkrum spurningum og lögðu mat á gæði veitingastaðarins, þjónustunnar og matarins með stjörnugjöf.
- Verkefnisstjórar: Ella Björt Daníelsdóttir, Kristjana Stella Blöndal, Heiður Hrund Jónsdóttir
- Viðskiptavinur: Kennarasamband Íslands
- Skil skýrslu: Júní 2006
Könnunin náði til fjölmargra þátta í starfsemi Kennarasambandsins og aðildarfélaga þess. Spurt var almennt um þjónustu og starfsemi sambandsins og svarendur beðnir um að meta afmarkaða þætti starfseminnar.
- Verkefnisstjórar: Guðlaug J. Sturludóttir, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Rauði Kross Íslands
- Skil skýslu: Maí 2005
Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum við spurningunni Hvaða mannúðar- og líknarfélag dettur þér fyrst í hug? Þá er spurt áfram Dettur þér í hug fleiri mannúðar- og líknarfélög? Alls eru svarendur beðnir um að nefna 5 félög. Næst eru könnuð viðhorf svarenda til ýmissa mála er lúta að mannúðar- og líknarmálum, til Rauða kross Íslands og fleira.
- Verkefnisstjórar: Hildur Björk Svavarsdóttir, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna
- Skil skýrslu: Nóvember 2004
Markmið þessarar könnunar var að skoða viðhorf þeirra sem höfðu fengið ráðgjöf vegna fjárhagserfiðleika til þjónustu Ráðgjafarstofunnar, til þeirra úrlausna sem lagðar voru til, skoða hvort ráðgjöfin hefði borið árangur og til hvaða úrræða notendur hefðu gripið í kjölfar ráðgjafarinnar. Niðurstöðurnar byggja á svörum 540 einstaklinga sem leituðu til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna á árunum 2001 til 2003.
Lesa niðurstöður könnunarinnar Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna: Mat á þjónustu og árangri
- Verkefnisstjórar: Kristín Erla Harðardóttir, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og GPS almannatengsl
- Skil skýrslu: Febrúar 2006
Í skýrslunni eru dregnir fram mikilvægir punktar úr rýnihópi um viðhorf viðmælenda til starfa og þjónustu sjúkraþjálfara á Íslandi.
- Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Ragna Benedikta Garðarsdóttir, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Reykjavíkurborg
- Skil skýrslu: Janúar 2007
Símakönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg í nóvember-desember 2007. Úrtak 1200 íbúa Reykjavíkur á aldrinum 16-80 ára var valið af handahófi úr þjóðskrá. Endanlegt svarhlutfall var 63%
Lesa skýrsluna Viðhorf borgarbúa til þjónustu Reykjavíkurborgar
- Verkefnisstjórar: Einar Mar Þórðarson, Ella Björt Daníelsdóttir, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Íslandspóstur hf
- Skil skýrslu: Júní 2005
Könnunin var send í pósti til allra starfsmanna Póstsins. Spurt var um viðhorf til þjónustu Póstsins, almenn viðhorf til starfsfólks og viðhorf til ákveðinna starfshópa hjá Póstinum. Auk þess var spurt hvernig Pósturinn gæti hugsanlega bætt þjónustu við viðskiptavini sína.
- Verkefnisstjórar: Guðlaug J. Sturludóttir, Kristjana Stella Blöndal
- Viðskiptavinur: Franca ehf
- Skil skýrslu: Febrúar 2005
Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður úr könnun sem unnin var fyrir Franca ehf, þar sem spurt var um viðhorf til sölu grunnnets Landssímans, þegar fyrirtækið verður selt til einkaaðila.
- Verkefnisstjórar: Ella Björt Daníelsdóttir Teague, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Menntasvið Reykjavíkurborgar
- Skil skýrslu: Júlí 2006
Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður símakönnunar sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Menntasvið Reykjavíkurborgar. Könnun var framkvæmd í júní 2006 og náði til foreldra barna sem skráð voru hjá dagforeldri í Reykjavík. Leitast var eftir viðhorfum foreldra til þjónustu dagforeldra og þjónustu Reykjavíkurborgar.
Lesa skýrsluna Viðhorf til þjónustu dagforeldra í Reykjavík: Könnun meðal foreldra
- Verkefnisstjórar: Ella Björt Daníelsdóttir, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Hússjóður Öryrkjabandalagsins
- Skil skýrslu: Mars 2006
Í könnuninni var spurt um afstöðu íbúa til almennra búsetuskilyrða og hvernig mætti bæta þau, þjónustu húsvarða, skrifstofu Hússjóðs Öryrkjabandalagsins og matvöruverslunarinnar í Hátúni. Einnig var spurt um þá þjónustu sem viðmælendur fengu frá borginni og hinu opinbera, áhuga á tómstundaiðkun og möguleika á því að stunda vinnu.