Menning

 • Verkefnisstjórar: Ella Björt Daníelsdóttir Teague, Þorbjörn Broddason
 • Viðskiptavinur: Listasafn Íslands
 • Skil skýrslu: Mars 2006

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði stutta símakönnun fyrir Listasafn Íslands í febrúar 2006. Svarendur voru valdir með tilviljunaraðferð úr þýði þangað til búið var að tala við 855 manns á aldrinum 18 til 75 ára af landinu öllu. Svarendur voru spurðir hvort þeir vissu hvar Listasafn Íslands væri og hvort þeir hefðu heimsótt safnið á síðastliðnu ári. Auk þess var fólk spurt um ástæður fyrir því að safnið var heimsótt eða ekki heimsótt og hvar upplýsingar um safnið væru fólki aðgengilegar.

 • Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Kristín Erla Harðardóttir, Friðrik H. Jónsson
 • Viðskiptavinur: Edda-útgáfa og Penninn
 • Skil skýrslu: Október 2006

Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum rýnihópaviðtala meðal 10 til 15 ára barna og unglinga í Reykjavík og nágrenni. Í rýnihópunum var rætt bæði við stelpur og stráka og var megináhersla lögð á að fá innsýn í viðhorf þeirra til lesturs og hvaða sess lestur skipar í daglegu lífi þeirra.

Lesa skýrsluna Lestur og viðhorf til lesturs

 • Verkefnisstjórar: Auður Magndís Auðardóttir, Guðlaug J. Sturludóttir, Heiður Hrund Jónsdóttir
 • Viðskiptavinur: Sviðslistahópurinn 16 elskendur
 • Skil skýrslu: 6. september 2011

Að kanna viðhorf fólks til ýmissa þátta tengdum leiksýningum og nota niðurstöðurnar til að búa til leiksýningu.

 • Verkefnisstjórar: Andrea G. Dofradóttir, Ásdís A. Arnalds, Friðrik H. Jónsson, Guðlaug J. Sturludóttir
 • Viðskiptavinur: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
 • Skil skýrslu: Janúar 2010

Að skoða menningarneyslu Íslendinga. Þátttakendur voru spurðir um þátttöku í mismunandi tegundum menningarviðburða á síðastliðnum 12 mánuðum.

Lesa skýrsluna Íslensk menningarvog: Könnun á menningarneyslu Íslendinga

Opinn aðgangur að gögnum