Fjölmiðlar og upplýsingatækni
- Verkefnisstjórar: Guðlaug J. Sturludóttir, Friðrik H. Jónsson
- Viðskiptavinur: Póst- og fjarskiptastofnun
- Skil skýrslu: Janúar 2007
Félagsvísindastofnun tók að sér að kanna fyrir Póst- og fjarskiptastofnun með hvaða hætti netfyrirtæki gera viðskiptavinum sínum ljóst hvenær þeir eru að greiða fyrir gagnaflutning erlendis frá.
- Verkefnisstjórar: Jón Torfi Jónasson, Andrea G. Dofradóttir, Kristjana Stella Blöndal
- Viðskiptavinur: Menntamálaráðuneytið
- Skil skýrslu: Júlí 2002
Í þessari skýrslu er kynnt mat á framkvæmd og ávinningi þróunarskólaverkefnisins í upplýsingatækni. Matið byggist annars vegar á fyrirliggjandi gögnum um verkefnið, aðallega frá þróunarskólunum en einnig frá menntamálaráðuneytinu, og hins vegar á viðtölum við starfsfólk í þróunarskólunum í maímánuði 2002, þegar verkefninu var um það bil að ljúka.
Lesa skýrsluna Hvaða lærdóm má draga af þróunarskólaverkefninu í upplýsingatækni?
- Verkefnisstjóri: Gunnar Þór Jóhannesson
- Viðskiptavinur: Viðskiptablaðið
- Skil skýrslu: Nóvember 2007
Í úrtakinu voru 300 stærstu fyrirtæki landsins (eftir veltu) skv. úttekt Frjálsrar verslunar auk stórra opinberra stofnanna og lífeyrissjóða sem ekki eru á þeim lista. Í könnuninni var spurt um lestur á viðskiptablöðum, annars vegar hvort fólk læsi þau reglulega og hins vegar um lestur á síðustu sjö dögum og svo fjórum vikum. Einnig var spurt um traust á fréttaflutningi þriggja megin viðskiptablaða á Íslandi þ.e. Viðskiptablaðsins, Viðskiptablaðs Morgunblaðsins og Markaðs Fréttablaðsins.
Lesa skýrsluna Lestur viðskiptablaða meðal stjórnenda stórfyrirtækja