Hagir eldra fólks

Texti

Um þessar mundir stendur yfir könnun á högum og líðan eldra fólks á Íslandi. Í könnuninni er spurt er um heilsu, viðhorf til heilbrigðisþjónustu, þá þjónustu sem þú nýtir þér og fleira. Niðurstöður verða notaðar til að auka við þekkingu á þörf fyrir þjónustu og auka gæði hennar. 

Könnunin er unnin fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og hefur verið framkvæmd frá árinu 1999, hún er eitt mikilvægasta sem við höfum til að fylgjast með líðan eldra fólks. Það tekur um 15 mínútur að svara könnuninni. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt til að auka gæði niðurstaðna. Hvert svar skiptir miklu máli.

Hafir þú fengið boð um þátttöku hvetjum við þig til að taka þátt. Sum hver hafa fengið sendan hlekk í tölvupósti eða með sms skeyti.

Nöfn þátttakenda munu hvergi koma fram við úrvinnslu könnunarinnar og Félagsvísindastofnun gætir þess að útilokað verði að rekja svör til einstaklinga. Framlag þitt til könnunarinnar er mjög mikilvægt til að niðurstöður hennar verði sem áreiðanlegastar.un hvergi koma fram við úrvinnslu gagna.​

Umsjónaraðili könnunarinnar af hálfu Félagsvísindastofnunar er Helgi Guðmundsson, verkefnastjóri, heg@hi.is.

Mynd
Image