Spurningalistakannanir
Spurningalistakannanir eru tegund megindlegra rannsóknaraðferða og eru notaðar til að safna tölulegum gögnum fyrir úrtak þess hóps sem ætlunin er að alhæfa um. Þær henta vel til að fá yfirlit yfir tiltekið svið, um viðhorf eða hegðunarmynstur. Símakönnun, netkönnun, póstkönnun, vettvangskönnun og heimsóknarkönnun eru allar skilgreindar hér sem megindlegar rannsóknaraðferðir.