Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti
Texti
Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun sem starfrækt er af Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands.
Setrið starfar sem sjálfstæð eining innan Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands
Mynd
Image
Hlutverk Rannsóknaseturs um fjölmiðlun og boðskipti er að auka og efla rannsóknir á sviði fjölmiðla og fréttamennsku og að vera samstarfsvettvangur á milli fræðasamfélags og fjölmiðlafólks m.a. með því að:
- Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum
- Sinna rannsóknartengdum þjónustuverkefnum
- Efla tengsl rannsókna og háskólakennslu á sviði fjölmiðla og fréttamennsku
- Hafa samstarf við aðrar innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og fræðimenn á rannsóknasviði stofnunarinnar og efla tengsl við atvinnu- og þjóðlíf
- Vera umræðu- og samstarfsvettvangur þeirra sem fást við fjölmiðlarannsóknir og kennslu um fjölmiðla og blaðamennsku og starfandi blaða- og fréttamanna
- Veita nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa og veita nemum þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknarstörf á vegum stofnunarinnar eftir því sem unnt er
- Kynna niðurstöður rannsókna, m.a. með útgáfu og gangast fyrir fræðilegum og hagnýtum námskeiðum, fyrirlestrum, málþingum og ráðstefnum um fjölmiðla og fréttamennsku á eigin vegum og í samstarfi við aðra