Viðtalsrannsóknir

Viðtalsrannsóknir flokkast undir eigindlegar rannsóknaraðferðir og eru notaðar ef markmiðið er að grafast fyrir um hvaða merkingu eða skilning fólk leggur í ákveðna hluti. Slíkar rannsóknir byggja á viðtölum við einstaklinga og/eða hópa um ákveðið málefni. Bæði einstaklingsviðtöl og rýnihópar falla undir eigindlegar rannsóknaraðferðir. Aldrei er hægt að alhæfa útfrá niðurstöðum sem fengnar eru með þessum hætti yfir á stærri hóp heldur veita eigindlegar rannsóknir dýpri innsýn í viðfangsefnið.