Fræðasetur þriðja geirans

Texti

Fræðasetur þriðja geirans var stofnað í nóvember 2010 og er það rekið af Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild.

Mynd
Image
""

Meginhlutverk fræðasetursins er að efla rannsóknir, þróunarverkefni og fræðslu á sviði þriðja geirans og almennra félaga sem starfa án hagnaðarvonar.

Sá rekstur sem hvorki fellur undir opinberan rekstur eða einkarekstur hefur verið nefndur þriðji geirinn, þ.e. rekstur t.d. félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

 

Markmið

  • Að bæta grunn- og þjónusturannsóknir á sviði þriðja geirans á Íslandi í samstarfi við erlenda háskóla
  • Að vinna að þróunarverkefnum sem miða að því að auka nýsköpun og framþróun í þriðja geiranum í samvinnu við félagasamtök og hið opinbera
  • Að miðla vísindalegri og hagnýtri þekkingu um þriðja geirann
  • Að taka þátt í opinberri stefnumörkun um málefni þriðja geirans í samvinnu viðopinbera aðila og félagasamtök
  • Að veita nemendum í rannsóknatengdu framhaldsnámi tækifæri og aðstoð við rannsóknir á sviði þriðja geirans

Stjórn

  • Ómar Kristmundsson
  • Steinunn Hrafnsdóttir
  • Þórólfur Þórlindsson