Rannsóknastofa í Afbrotafræði

Texti

Rannsóknarstofa í afbrotafræði er samstarfsvettvangur Háskóla Íslands og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stofan annast fyrst og fremst margvíslegar rannsóknir er lúta að málaflokki afbrota.

Mynd
Image
""

Rannsóknarstofa í afbrotafræði var stofnuð í desember 2004 og heyrir undir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
 
Stofan er samstarfsvettvangur Háskóla Íslands og Lögreglunnar á höfuð-borgarsvæðinu. Stofan annast fyrst og fremst margvíslegar rannsóknir er lúta að málaflokki afbrota: Tíðni og félagslegt mynstur brota, viðhorf og reynsla af afbrotum, ótti við afbrot og öryggi borgaranna, auk alþjóðlegs samanburðar og fjölþjóðlegrar samvinnu.
 
Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði og Rannveig Þórisdóttir aðjúnkt í félagsfræði og sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa stýrt stofunni frá upphafi. Snorri Örn Árnason sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Jón Óttar Ólafsson hjá sérstökum saksóknara hafa einnig unnið að verkefnum stofunnar.
 
Meðal stórra verkefna sem stofan hefur unnið að má nefna alþjóðlega rannsókn á brotaþolum og afstöðu almennings og dómara á Norðurlöndum til refsinga.
 
Netfang stofnunarinnar er helgigun@hi.is

Helgi Gunnlaugsson (helgigun@hi.is)

  • Lauk doktorsprófi frá Missouri-háskóla í Bandaríkjunum
  • Rannsóknir Helga hafa meðal annars beinst að tíðni afbrota, viðhorfum Íslendinga til afbrota, þolendum afbrota, ítrekunartíðni og alþjóðlegum samanburði á afbrotum

Rannveig Þórisdóttir (rannvth@hi.is)

  • Lauk meistaraprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands
  • Rannveig stundar einkum rannsóknir á upplifun almennings af afbrotum og birtingarmynd afbrota út frá opinberum veruleika. Rannveig vinnur að auki hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Snorri Örn Árnason (snorri.arnason@lrh.is)

  • Hefur lokið meistaraprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands
  • Snorri er sérfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stundar einkum rannsóknir er lúta að efnahagsbrotum

Jón Óttar Ólafsson (jonottar@hi.is)

  • Lauk doktorsprófi í afbrotafræði frá Cambridge-háskóla í Bretlandi
  • Jón Óttar vinnur hjá sérstökum saksóknara og er einnig stundakennari við félagsfræði hjá HÍ