Rökræðukönnun
Almenningssamráð um endurskoðun stjórnarskrárinnar
Dagana 9. og 10. nóvember 2019 var haldinn fjölmennur umræðufundur í Laugardalshöll þar sem rætt var um tillögur að breytingum á stjórnarskrá Íslands. Umræðufundurinn var hluti af verkefninu Rökræðukönnun – almenningssamráð um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Forsætisráðuneytið og í samstarfi við öndvegisverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð og Center for Deliberative Democracy í Stanford háskóla. Alls tóku þátt í umræðunum rúmlega 230 manns.
Umræðufundurinn fylgdi aðferðafræði sem James Fishkin prófessor við Stanford háskóla hefur þróað og beitt víða um heim á undanförnum tveimur áratugum. Tilgangurinn með fundinum tvíþættur, annars vegar að öðlast betri mynd af viðhorfum almennings til ákveðinna atriða í stjórnarskránni og hins vegar að athuga hvort og hvernig viðhorf þátttakenda til viðfangsefnisins breytist við þátttöku í umræðum af þessu tagi. Viðhorfskönnun var lögð fyrir í upphafi umræðufundar og í lok hans, en einnig var lögð viðhorfskönnun fyrir úrtak úr Þjóðskrá og spurningapanel Félagsvísindastofnunar sumarið 2019.
Nánari upplýsingar um aðferðafræði rökræðukönnunarinnar má finna hér.
Hér má finna skýrslu með niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir þátttakendur í upphafi fundar og í lok hans og þar eru einnig umræður fundargesta dregnar saman: Lokaskýrsla.
Fréttaflutningur
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá kjarninn.is 26. júní 2019
Katrín segir Katrínu á villigötum visir.is 27. júní 2019
Samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrár stjornarradid.is 26. september 2019
Almenningur komi að endurskoðun stjórnarskrárinnar með rökræðukönnun dv.is 26. september 2019
Meirihluti hlynntur takmörkunum á setu forseta mbl.is 26. september 2019
Margháttað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar kjarninn.is 26. september 2019
Kynna samráð við almenning um endurskoðun stjórnarskrárinnar frettabladid.is 26. september 2019
Samhugur formanna flokkanna lykilatriði mbl.is 26. september 2019
Mun hafa raunveruleg áhrif á stjórnarskrá mbl.is 26. september 2019
Fleiri ánægð með stjórnarskrá mbl.is 27. september 2019
Vanda til verka við endurskoðun stjórnarskrárinnar mbl.is 27. september 2019
Fleiri með engan sérstakan áhuga mbl.is 29. september 2019
Samráð um stjórnarskrá frettabladid.is 16. október 2019
Rökræðukönnun um stjórnarskrá um helgina stjornarradid.is 7. nóvember 2019
Rökræða um stjórnarskrá visir.is 8. nóvember 2019
Ný stjórnarskrá rökrædd af 300 manns í Laugardalshöll um helgina viljinn.is 8. nóvember 2019
Ólíkar skoðanir á fundi um endurskoðun stjórnarskrár ruv.is 9. nóvember 2019
Stjórnarskrárfélagið fékk að fylgjast með fundinum mbl.is 10. nóvember 2019
Kemur í ljós hversu mikil áhrif almenningssamráðið mun hafak jarninn.is 10. nóvember 2019
Kallar endurskoðun stjórnarskrár „vitleysingaspítala“ stundin.is 12. nóvember 2019
Lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm verða endurskoðuð mbl.is 17. janúar 2020
Kynntu niðurstöður rökræðukönnunar ruv.is 25. janúar 2020
Skiptu um skoðun eftir að hafa kynnt sér mál betur ruv.is 25. janúar 2020
Mikilvægt að almenningur komi að endurskoðun á stjórnarskrá visir.is 25. janúar 2020
Segir mikilvægt að fá almenning til að taka þátt í breytingum á stjórnarskránni visir.is 25. janúar 2020
The antidote of deliberative democracy is gaining ground. berggruen.org 31. janúar 2020
Forsætisráðherra vill leggja fram tillögur um endurskoðun stjórnarskrár í ár kjarninn.is 9. febrúar 2020
Stjórnarskrárbreytingar lagðar fyrir þingið í haust ruv.is 9. febrúar 2020