Niðurstöður

Niðurstöður sumarkönnunar

Í september 2019 var unnin skýrsla upp úr viðhorfskönnuninni sem lögð var fyrir frá á tímabilinu júlí til september sama ár. Könnunin var lögð fyrir úrtak úr Þjóðskrá og spurningapanel Félagsvísindastofnunar. Í skýrslunni eru dregnar fram niðurstöður viðhorf til sameiginlegra grunngilda íslensku þjóðarinnar og viðhorf til tillagna sem hafa komið fram undanfarin ár að breytingum á stjórnarskrá.

Niðurstöður könnunar á rökræðufundi

Á umræðufundinum í Laugardalshöll, helgina 9. til 10. nóvember 2019 voru lagðar fyrir viðhorfskannanir fyrir og eftir umræðurnar. Niðurstöður kannanna voru bornar saman til að athuga hvort viðhorf til málefnanna breyttist eftir þátttöku á fundinum. Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá fyrstu niðurstöður könnunarinnar. Einnig má sjá kynningu á helstu niðurstöðum og samantekt þeirra.

Lokaskýrsla

Dagana 9. og 10. nóvember 2019 var haldinn umræðufundur um endurskoðun stjórnar-skrár Íslands í Laugardalshöll. Til umræðu voru eftirfarandi málefni: forsetaembættið, Landsdómur og ákæru-vald Alþingis, ákvæði um breytingar á stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðarfrum-kvæði, kjördæmaskipan, atkvæðavægi og persónukjör og loks alþjóðlegt samstarf og framsal valdheimilda. Hér er að finna skýrsluna með niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir þátttakendur í upphafi fundar og í lok hans og þar eru einnig umræður fundargesta dregnar saman (sjá einnig viðauka). Niðurstöður veita upplýsingar um viðhorf fundargesta til hugmynda sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og bregða einnig ljósi á það hvort og þá hvernig skipulegar umræður um málefni og samtöl við sérfræðinga á sviðinu hafa áhrif á skoðanir fólks.