Fólk sem kom að verkefninu
Sérstakar þakkir eiga skildar þátttakendur sem gáfu sér tíma til að taka þátt í umræðufundinum, ritarar og umræðustjórar.
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar
Dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir (London School of Economics and Political Science, Ph.D. Social Psychology, 2004) er forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Áður starfaði hún sem rannsóknastjóri Gallup á Íslandi. Guðbjörg hefur að mestu einbeitt sér að aðferðafræði og almenningsáliti, þá sérstaklega samhengi og röðun áhrifa í félagslegum skoðanakönnunum, orðalag spurninga, áhrif mismunandi leiða gagnaöflunar og svarhlutfall. Guðbjörg er meðlimur ISSP (International Social Survey Programme), forsvarskona Íslands í EVS Council of Program Directors (European Values Study), forsvarskona Íslands í ESS ERIC General Assembly (European Social Survey) og er einnig meðlimur ESOMAR and ESRA.
Jón Ólafsson
Prófessor við Háskóla Íslands
Jón Ólafsson er prófessor í menningarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði menningarfræði og stjórnmálaheimspeki, og í síðustu skrifum sínum hefur hann fjallað um stjórnmálamenningu, þar á meðal pólitískt andóf og mótmæli, þekkingarlýðræði, lýðræðislega þátttöku og stjórnarskrárgerð. Hann leiðir nú öndvegisverkefni um lýðræðislega stjórnarskrárgerð sem styrkt er af Rannís. Jón hefur unnið með stjórnvöldum að innleiðingu siðareglna í stjórnsýslunni og leiddi starfshóp sem gerði drög að siðareglum fyrir ráðherra, starfsfólk stjórnarráðsins og opinbera starfsmenn 2010-2013. Þá leiddi hann starfshóp sem gerði tillögur um aðgerðir til að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á vegum forsætisráðuneytisins 2018.
James S. Fishkin
Forstöðumaður Center for Deliberative Democracy
Stjórnarmaður Janet M. Peck í alþjóðlegum samskiptum við Stanford
Prófessor í samskiptum
Gestaprófessor í stjórnmálafræðiJames S. Fishkin er í stjórn Janet M. Peck Chair í alþjóðlegum samskiptum við Stanford háskóla þar sem hann er prófessor í samskiptum, gestaprófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Center for Deliberative Democracy. Hann er höfundur Democracy When the People Are Thinking (Oxford 2018), When the People Speak (Oxford 2009), Deliberation Day (Yale 2004 with Bruce Ackerman) og Democracy and Deliberation (Yale 1991). Hann er einnig meðlimur í American Academy of Arts and Sciences, Guggenheim, Center for Advanced Study in the Behavioral Sciences við Stanford og gesta meðlimur við Trinity framhaldsskólann í Cambridge. Vinna hans við deliberative democracy hefur örvað meira en 100 deliberative kannanir í 28 löndum um allan heim. Þetta hefur verið notað til að aðstoða ríkisstjórnir og stjórnvöld við mikilvægar ákvarðanir í Texas, Kína, Mongólíu, Japan, Makaó, Suður Kóreu, Búlgaríu, Brasilíu, Úganda og fleiri lönd.
Alice Siu
Aðstoðar forstöðukona, Center for Deliberative Democracy
Siu fékk doktorsgráðu sína frá Deild samskipta við Stanford háskóla, með fókus á pólitísk samskipti, rökræðu lýðræði og almenningsálit. B.A gráðu sína í hagfræði og opinberri stefnu og M.A. gráðu í stjórnmálafræði fékk hún einnig frá Stanford. Siu hefur veitt stefnumótunaraðilum og stjórnmálaleiðtogum ráðgjöf um allan heim. Þetta hefur hún gert á ýmsum þrepum innan ríkisstjórna, m.a. hjá leiðtogum í Kína, Brasilíu og Argentínu.
Starfsfólk Félagsvísindastofnunar
Ásdís Aðalbjörg Arnalds
Guðbjört Guðjónsdóttir
Guðlaug Júlía Sturludóttir
Guðný Gústafsdóttir
Guðný Bergþóra Tryggvadóttir
Guðrún Axfjörð Elínardóttir
Hafsteinn Birgir Einarsson
Helgi Guðmundsson
Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir
Inga Rún Sæmundsdóttir
María Lovísa Guðjónsdóttir
Sindri Baldur Sævarsson
Stefán Gunnarsson
Ævar Þórólfsson
Vinnuhópur
Guðný Gústafsdóttir
Oddur Þorri Viðarsson
Páll Rafnar Þorsteinsson
Páll Þórhallsson
Salvör Nordal
Sjöfn Vilhelmsdóttir
Stefán Gunnarsson
Valgerður Björk Pálsdóttir