Rannsóknarverkefni í fötlunarfræðum

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa fræðilega þekkingu til að efla hæfni þeirra sem koma að því að móta atvinnutækifæri án aðgreiningar (work inclusion) fyrir einstaklinga með þroskahömlun.

Þekkingarsköpun fer fram með mismunandi aðferðum og í samstarfi við fólk með þroskahömlun, rannsakendur í háskólum sem og BA nemendur í 'Social Education', fagfólk í þjónustu fyrir fatlað fólk, vinnuveitendur og fagfólk í vinnumarkaðsúrræðum (t.d. aðgreindir vinnustaðir, atvinna með stuðningi, fyrirtæki í formi social enterprise).

Fagfólk á sviði félagsráðgjafar, þroskaþjálfafræði o.fl. er í mikilvægu hlutverki varðandi þróun atvinnuþátttöku án aðgreiningar fyrir fólk með þroskahömlun en þekking á sviðinu er oft takmörkuð og brotakennd í námi þessa fagfólks. Það er áskorun sem tengist því að atvinnuþátttöku án aðgreiningar er markmið sem hefur ennþá ekki verið náð, þrátt fyrir yfirlýsingar í stefnu yfirvalda og stofnanna.

Í verkefninu vinna rannsakendur frá fjórum háskólum í Noregi og Háskóla Íslands saman til að skapa þekkingu á atvinnuþátttöku fólks með þroskahömlun með áherslu á inngildingu. Niðurstöður rannsókna í þessu verkefni nýtast bæði í kennslu og við þróun stefnu og úrræða á vinnumarkaði. 

Verkefnið er unnið í samráði við samtök fatlaðs fólks og aðra aðila sem koma að atvinnuþátttöku fólks með þroskahömlun. Verkefnastjóri er Hege Gjertsen, dósent í Social Education hjá UiT - Háskólanum í Tromsö.

Staða í verkefninu:

Verkefninu er formlega lokið en rannsóknarvinna heldur áfram.

Að þessu verkefni komu fyrir hönd Háskóla Íslands Stefan Hardonk, Árdís Kristín Ingvarsdóttir, Bryndís Hildur Guðmundsdóttir, Sandra Halldórsdóttir og Álfheiður Hafsteinsdóttir sem og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Samstarf var mótað við Átak - félag fólks með þroskahömlun meðal annars til að kynna rannsóknina og afla þátttakenda.

Hluti af niðurstöðum hefur nú þegar verið birtur og eru fleiri birtingar í undirbúningi.

Styrkveitandi: Rannsóknaráð Noregs

DARE er viðamikið Evrópuverkefni sem hefur það markmið að mennta nýja kynslóð fræðafólks á sviði mannréttinda fatlaðs fólks.

Alls taka 14 doktorsnemar þátt í verkefninu og stunda nám við háskólastofnanir í sjö Evrópulöndum.

Verkefnið er þverfræðilegt og samþættir fötlunarfræði, mannréttindalögfræði og fleiri fræðigreinar í rannsókn á stöðu og aðstæðum fatlaðs fólks í Evrópu með það markmið að vinna að félagslegu réttlæti fyrir þennan hóp.

Jafnframt er markmiðið að setja fram tillögur um þróun og nýsköpun á sviði löggjafar, stefnumótunar og starfsemi sem stuðlað getur að auknum mannréttindum, sjálfstæðu lífi og aukinni samfélagsþátttöku fatlaðs fólk

Nánari upplýsingar um verkefnið eru að finna á undirvef Þjóðarspegilsins 

Rannveig Traustadóttir talar um DARE verkefnið

https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1532&langId=en.

Þetta Evrópuverkefni er framhald af ANED verkefninu (Academic Networkof European Disability Experts), sem Rannsóknasetrið tók einnig þátt í. Nýja EDE verkefnið er einnig unnið fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Markmið verkefnisins er að afla upplýsingar og þekkingar um málefni fatlaðs fólks í Evrópu, þekkingar sem Framkvæmdastjórn ESB leggur til grundvallar stefnumótun í málaflokknum ogse, styður við framkvæmd á stefnu ESB í málefnum fatlaðs fólks. Þátttakendur eru 34 lönd í Evrópu. Í hverju landi er ein stofnun eða sérfræðingur sem er tengiliður landsins við verkefnið.

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum er þátttakandi í verkefninu fyrir hönd Íslands. James Rice er tengiliður og sérfræðingur, en Rannveig Traustadóttir vinnur einnig að verkefninu.

ANED 2015-2019

  • Evrópuverkefni - ANED - The Academic Network of European Disability experts - var stofnað af Evrópusambandinu í desember 2007. Verkefnið hófst árið 2008 og taka 30 Evrópuþjóðir þátt í því. Markmið ANED er safna upplýsingum sem lagðar eru til grundvallar stefnumótun sambandsins í málefnum fatlaðs fólks. Verkefninu er stýrt af Human European Consultancy í Hollandi og University of Leeds í Bretlandi og er Mark Priestley prófessor faglegur verkefnisstjóri.
  • ANED tengist rannsóknarsetrum í fötlunarfræði í hverju landi fyrir sig. Þar er farið yfrir ólík málefni og staða hvers lands sett fram í skýrslum sem aðgengilegar eru á netsvæði ANED. Rannsólknarsetur í fötlunarfræðum hefur tekið þátt í þessu verkefni og hafa Rannveig Traustadóttir og James G. Rice skilað skýrslum frá Íslandi um þau málefni sem unnið er að hverju sinni.
  • Á heimasíðu ANED er að finna mjög mikið af upplýsingum um málefni fatlaðs fólks sem eru flokkaðar eftir löndum eða málaflokkum.

 

Börn, ungmenni og fötlun - rannsókn á æsku og uppvexti fatlaðra barna og unglinga 

  • Hér er um að ræða verkefni sem hófst í byrjun árs 2006. Áætlað er að þessi rannsókn verði sú viðamesta sem hið nýja rannsóknasetur sinnir á næstu árum. Margir MA nemendur og tveir doktorsnemar í fötlunarfræðum munu tengja lokaverkefni sín þessari rannsókn auk þess sem undir hatti hennar verður safnað upplýsingum sem nú þegar eru fyrir hendi, m.a. nokkrar rannsóknir nýútskrifaðra meistaranema.
  • Verkefnisstjóri er Rannveig Traustdóttir prófessor.
  • Styrkveitandi: Rannís, Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands og Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri

DREAM, Disability Rights Expanding Accessible Markets (2011-2015)

  • Marie Curie Inital Training Network grant
  • Þátttakendur: Átta háskólastofnunanir Evrópu sem þjálfuðu 14 unga vísindamenn í þverfaglegri nálgun fötlunarfræði, lögfræði og mannréttindum fatlaðs fólks.
  • Verkefnisstjóri: Gerard Quinn, prófessor við Centre for Disability Law and Policy, National University of Ireland, Galway.
  • Styrkveitandi: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
  • Tengiliður Íslands: Rannveig Traustadóttir

Fatlað fólk og öryrkjar sem íbúar sveitarfélaga (2012-2013)

  • Verkefni unnið fyrir Öryrkjabandalag Íslands í samstarfi Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum og Félagsvísindastofnunar.
  • Verkefnisstjórar: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Rannveig Traustadóttir
  • Fjármagnað af Öryrkjabandalagi Íslands

Fatlaðir háskólastúdentar

  • Er lítið rannsókna- og þróunarverkefni sem hefur verið sinnt af Rannveigu Traustadóttur og nemendum hennar undanfarin ár.
  • Með tilkomu rannsóknaseturs í fötlunarfræðum og verkefnisstjóra sem getur unnið við styrkumsóknir í innlenda og erlenda rannsóknasjóði skapast mögulegt að fara af stað með stærra verkefni á þessu sviði. Þegar hefur verið lagður grunnur að norrænu samstarfi á þessu sviði (við fatlað fólk, fræðimenn og námsráðgjafa á öðrum norðurlöndunum) og verður íslenski hlutinn unnin í samstarfi við Námsráðgjöf Háskóla Íslands.

Fatlaðar konur

  • Fatlaðar konur, meðal annars konur í Kvennahreyfingu Öryrkjabandalags Íslands, hafa vakið athygli á því að þörf sé á að vinna rannsókn sem beindist að því að kortleggja líf og aðstæður fatlaðra kvenna á Íslandi. Hér er um áhugavert og mikilvægt verkefni að ræða, sem er á hugmyndastigi og fjárveitingar og starfskraftar munu skera úr um hvort unnt verður að sinna því á næstu árum.
  • Rannveig Traustadóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir

Fatlaðir foreldrar, sjálfsmyndir, fjölskyldulíf og félagsleg staða (2005-2009)

  • Markmið rannsóknarinnar er að rýna í stöðu fatlaðra foreldra í íslenskri menningu og samfélagsgerð út frá; (a) ríkjandi menningarlegum gildum og ráðandi orðræðu um fjölskyldur og fötlun, (b) aðgengi að foreldrahlutverkinu, og c) reynslu og upplifun fatlaðs fólks. Sérstök áhersla er lögð á að varpa ljósi á réttindi fatlaðra foreldra, út frá gildandi mannréttindasáttmálum, eins og þau birtast í opinberri löggjöf og samfélagslegu fyrirkomulagi, skilning á fötluðum foreldrum eins og hann birtist í orðræðu fjölmiðla og sjálfskilning og sjálfsmyndir fatlaðs fólks sem foreldra og tengingu þess við samfélagslegt fyrirkomulag og menningarlega orðræðu.
  • Styrkveitandi: Rannsóknarsjóður HÍ og Nýsköpunarsjóð námsmanna.
  • Verkefnisstjóri: Hanna Björg Sigurjónsdóttir.

Foreldraþjálfun og foreldrafræðsla

  • Rannsóknarverkefni sem snéri að uppeldislegum samskiptum í fjölskyldum þar sem foreldrar eru seinfærir. Markmið verkefnisins er að hanna og þróa námskeið og fræðsluefni fyrir seinfæra foreldra sem tekur tillit til sérstakra námsþarfa þeirra. Verkefnið er liður í því að uppræta mismunum gagnvart fötluðum foreldrum samanber 23. grein Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lýtur að virðingu fyrir heimilis- og fjölskyldulífi.
  • Verkefnið er samstarfsverkefni tveggja rannsóknarsetra (Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum og Rannsóknarsetursins lífshættir barna og ungmenna) og byggir á niðurstöðum rannsókna (Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur og Rannveigar Traustadóttur) um seinfæra foreldra og fjölskyldustuðning og niðurstöðum rannsókna Sigrúnar Aðalbjarnardóttur um leiðandi uppeldishætti.
  • Styrkveitandi: Félagsmálararáðuneytið og sjóður Odds Ólafssonar (ÖBI) styrkja verkefnið að hluta. 
  • Verkefnisstjóri: Hanna Björg Sigurjónsdóttir.

 

Fötlun og velferð: Mannréttindi og samfélagsþátttaka fatlaðs fólks (2012-2015)

  • Verkefnisstjóri: Rannveig Traustadóttir
  • Styrkveitandi: Rannsóknasjóður Háskóla Íslands.

REASSESS, Reassessing the Nordic Welfare Model. A Nordic Centre of Excellence

  • Norrænt öndvegisverkefni.
    Þátttakendur: Fulltrúar allra Norðurlanda.
    Verkefnisstjóri: Bjørn Hvinden, rannsóknarprófessor við NOVA,Norwegian Social Research.
  • Styrkveitandi: NordForsk
  • Tengiliður Íslands: Rannveig Traustadóttir

Samfélagsverkefnið 'Stefnumótun um aðkomu fatlaðs fólks að nýsköpun'

  • Heimasíða verkefnisins má finna hér
  • Markmið verkefnisins í samfélagsvirkni er að miðla þekkingu og vinna með samtökum frumkvöðla sem og öðrum hagsmunaaðilum til að móta frekari stefnu um hvernig megi skapa tækifæri fyrir fatlað fólk til að koma að nýsköpunarverkefnum á Íslandi, bæði sem starfsfólk í verkefnum annarra og til að reka sín eigin verkefni í nýsköpun. Áhersla er lögð á að skoða hvernig yfirvöld, hagsmunasamtök og vinnumarkaðsaðilar geta stutt við þátttöku fatlaðs fólks á sviði nýsköpunar.
  • Verkefnið byggir á miðlun fræðilegrar þekkingu á sviði atvinnuþátttöku fatlaðs fólks (e. ‚work inclusion‘) og samstarf við samtök á sviði nýsköpunar og fötlunar. Með þessu verkefni er unnið að stefnumótun til að efla nýtingu hugvits fjölbreyttra einstaklinga.
  • Þau félög sem komu að samstarfinu voru Öryrkjabandalag Íslands, Átak - Félag fólks með þroskahömlun, Landsamtökin Þroskahjálp, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna (SFH) og Félag kvenna í nýsköpun (KVENN).
  • Verkefnið heitir nú Öll með í nýsköpun og hægt er að lesa nánar í listanum hér að neðan
  • Styrkveitandi: Háskóli Íslands - Styrkur vegna stuðnings við samfélagsvirkni

Social Regulation in the Nordic Welfare States: The Impact on Employment among Youth from Ethnic Minorities and Youth with Disabilities

  • Þátttakendur: Fulltrúar allra Norðurlanda ásamt ráðgjöfum frá öðrum Evrópulöndum.
    Verkefnissthjórar: Bjørn Hvinden og Rune Halvorsen, prófessorar við NOVA, Norwegan Norrænt verkefni Styrkveitandi: Norræna ráðherranefndin.
  • Tengiliður Íslands: Rannveig Traustadóttir

Lífsgæði, þátttaka og umhverfi barna sem búsett eru á Íslandi (2014-2016)

  • Linda Björk Ólafsdóttir, Gunnhildur Jakobsdóttir, Evald Sæmundsen
  • Verkefnisstjóri: Snæfríður Þóra Egilson
  • Styrkveitandi: Rannsóknasjóður Háskóla Íslands

Lífsgæði, þátttaka og umhverfi íslenskra barna með og án einhverfu 

  • Þátttakendur: Snæfríður Þóra Egilson, Linda Björk Ólafsdóttir, Gunnhildur Jakobsdóttir, Kjartan Ólafsson.
  • Verkefnisstjóri: Snæfríður Þóra Egilson
  • Styrkveitandi: Rannsóknarsjóður Háskólans á Akureyri

Violence against disable women living in institutions and specialised residential settings (2016-2018)

  • Verkefnisstjóri: Rannveig Traustadóttir
  • Styrkveitandi: Rannsóknasjóður Háskóla Íslands.
  • Tengiliður Íslands: Rannveig Traustadóttir

Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra (2010-2012)

  • Þátttakendur: Snæfríður Þóra Egilson og Sara Stefánsdóttir
  • Verkefnisstjóri: Snæfríður Þóra Egilson
  • Styrkveitandi: Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri

 

Öndvegisverkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar 

Disability before disability logo

Markmið verkefnisins er að finna upplýsingar um fatlað fólk í Íslandssögunni frá landnámi allt til þess tíma að lög um málefni fatlaðra voru fyrst sett á Alþingi. Til þess að nálgast þessar upplýsingar sem sannarlega liggja ekki á yfirborðinu er gripið til að tvinna saman aðferðafræði átta fræðigreina innan Háskóla Íslands sem teljast til þriggja sviða þ.e. menningar- hug- og félagsvísinda og endurspeglast litir viðkomandi fræðasviða í merki verkefnisins. Þessar átta fræðigreinar eru sagnfræði, fornleifafræði, miðaldabókmenntir, mannfræði, þjóðfræði, safnafræði og upplýsingafræði auk fötlunarfræðinnar sem hýsir hið metnaðarfulla rannsóknarverkefni.

Þverfræðileg rannsókn átta fræðigreina

Það er ekki einungis efni rannsóknarinnar sem er nýmæli heldur er það einstakt hversu margar fræðagreinar hafa tekið höndum saman. Rannsóknin er unnin út frá sjónarhorni fötlunarfræða en undirstaða fötlunarfræða er gagnrýnin nálgun á öll málefni er tengjast fötluðu fólki í fortíð og samtíð og með því að samþætta heimildir og upplýsingar sem mismunandi fræðigreinar hafa aflað og munu afla innan rannsóknarverkefnisins verður til einstakur heimildagrunnur um fatlað fólk í fortíðinni hér á landi.

Video file
Myndband um DBD

Nánari upplýsingar og frekari myndbönd um verkefnið má finna á heimasíðu DBD 

2020-2022
Styrkveitandi: Rannsóknarsjóður HÍ
Verkefnisstjóri/Principal investigator: Dr. James G. Rice.

The goal of this project is to understand the multi-generational context of disabled parents and their families in the implementation of child protection measures in Iceland.

The project will furthermore investigate the seldom explored issues facing disabled immigrant parents and their dealings with child protection, looking in particular at questions concerning the implementation of support, language issues, cultural differences, and awareness of rights.

 

Rannsóknarverkefnið Lífsgæðarannsóknin eða LIFE-DCY (2018-2019)

LIFE DCY model þáttaka, umhverfi og lífsgæði

https://lifsgaedarannsokn.is/

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Snæfríður Þóra Egilson, prófessor við rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Einnig taka þátt Stefan Hardonk, lektor; doktorsnemarnir Linda Björk Ólafsdóttir og Anna Sigrún Ingimarsdóttir; og rannsakendurnir Ásta Jóhannsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Barbara Gibson dósent við háskólann í Toronto tengist einnig rannsókninni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og fleiri aðila.

Styrkveitandi: Rannsóknasjóður Háskóla Íslands

Lífsgæðarannsóknin beinist að lífsgæðum og þátttöku fatlaðra barna og unglinga á Íslandi. Raddir og reynsla barnanna eru í brennidepli.

Lífsgæði og þátttaka barna og unglinga: Umbreytingarannsókn

Rannsóknin er umbreytingarannsókn. Það þýðir að við viljum greina það sem styður við eða dregur úr lífsgæðum og þátttöku fatlaðra barna og unglinga.

Jafnframt verða niðurstöður nýttar til að skilgreina leiðir til að stuðla að aukinni velsæld og samfélagsþátttöku barnanna. Upplýsinga er aflað á fjölbreyttan hátt, svo sem með spurningalistum, viðtölum og þátttökuathugunum á heimili, í skóla og víðar.

 

Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum.
Í lok janúar 2015 lauk stóru rannsóknaverkefni sem bar yfirskriftina Access to specialised victim support services for women with disabilities who have experienced violence (Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum).

Auk rannsóknaseturs í fötlunarfræðum tóku þátt rannsóknastofnanir og háskólar í Austurríki, Englandi og Þýskalandi. Rannsóknin var styrkt af Daphne III áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Megináherslur verkefnisins voru að afla upplýsinga um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að félagasamtökum og stofnunum sem styðja brotaþola.

Jafnframt var markmið með rannsókninni að vinna úr niðurstöðum hagnýtt efni sem nýst gæti við skipulag aðgerða í þágu fatlaðra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi og bætt stuðning til þeirra. Því voru útbúin viðmið og grundvallaratriði er varða árangursríkan stuðning til fatlaðra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi og tillögur að aðgerðum til að bæta stuðning.

Bæklingar

 

 

Eldri verkefni og styrkir í málaflokknum:

  • Violence against disable women living in institutions and specialised residential settings (2016-2018).
    Verkefnisstjóri: Rannveig Traustadóttir
    Styrkveitandi: Rannsóknasjóður Háskóla Íslands.
    Tengiliður Íslands: Rannveig Traustadóttir

 

  • Access to specialised victim support services for women with disabilities who have experienced violence (2013-2015).
    Þátttakendur: Fimm háskólastofnanir og tvö samtök fatlaðs fólks í Evrópu.
    Styrkveitandi: Daphne III áætlun Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
    Tengiliður Íslands: Rannveig Traustadóttir

Þátttakendur: Unnur Dís Skaptadóttir og Guðbjörg Ottósdóttir og Snæfríður Þóra Egilson
Styrkveitandi: MARK and Þróunarsjóður innflytjendamála.
Styrktímabil 2017-2021

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig innflytjendafjölskyldur sem eiga fötluð börn takast á við daglegt líf hér á landi, samskipti þeirra við nærsamfélagið ogþjónustukerfin sem ætlað er að styðja fjölskyldur fatlaðra barna.

Tólf innflytjendafjölskyldur tóku þátt í rannsókninni.

Þátttakendur: Snæfríður Þóra Egilson, Sólrún Óladóttir og Svava Arnardóttir
Verkefnisstjóri: Snæfríður Þóra Egilson
Styrkveitandi: Rannsóknasjóður Háskóla Íslands
Styrktímabil 2022-2024

Aileen Soffia Svensdóttir og Haukur Guðmundsson halda úti hlaðvarpinu Mannréttindi fatlaðra. Hlaðvarpið má nálgast á Spotify vefspilaranum eða Spotify appinu.

 

 

Verkefnið Öll með í nýsköpun er afurð samstarfs á milli Stefans C. Hardonk, dósents við Háskóla Íslands, ÖBÍ, Landssamtaka Þroskahjálpar, Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna og Félags kvenna í nýsköpun.

Rannsókn sem Stefan C. Hardonk gerði árið 2020 sýnir að fatlað fólk vilji taka þátt í nýsköpun en upplifi á sama tíma hindranir. Því var myndað fyrrnefnt samstarf og mótaðar hugmyndir um hvernig mætti bæta stöðuna. Undirbúningur á frekari útfærslu hugmynda hófst árið 2022 og var styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Verkefnið hefur það að markmiði að veita fötluðum einstaklingum stuðning við nýsköpun og nær stuðningurinn til einstaklinga sem vilja taka þátt í nýsköpunarverkefnum annarra sem og þeirra sem vilja þróa sínar eigin hugmyndir. 

Nánari upplýsingar um samfélagsverkefnið Öll með í nýsköpun eru á heimasíðu verkefnisins.

Stefan Hardonk talar um verkefnið Öll með í nýsköpun