Útgáfa RBF

RBF sinnir hlutverki sínu, sem er að auka og efla rannsóknir í félagsráðgjöf á sviði barna- og fjölskylduverndar, m.a. með útgáfu ritraðar, bóka og fræðigreina. 

Nauðgun. Tilfinningaleg og félagsleg hremming. Rannsóknaviðtöl við 24 konur.

  • Sigrún Júlíusdóttir
  • Reykjavík 2011: Háskólaútgáfan og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd.
     

Fagþróun í félagsráðgjöf: Greinasafn

  • Umsjón: Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Sig. Guðmundsson
  • Nóvember 2009
     

Heilbrigði og heildarsýn: Félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu

  • Ritstjórar: Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Sig. Guðmundsson
  • 2006
     

Ungmenni og ættartengsl: Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarungmenna

  • Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna Rósa Arnardóttir og Guðlaug Magnúsdóttir
  • 2008

2018

  • Guðbjörg Ottósdóttir. (2018). Húsnæðisaðstæður innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd
  • Freydís Jóna Freysteinsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Sigurlína Davíðsdóttir, Sigurgrímur Skúlason. (2018). Mat á reiðistjórnunarúrræðinu ART út frá sjónarhóli þátttökubarna, foreldra þeirra og kennara. Reykjavík: Háskóli Íslands, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF)

2014

  • Ásdís A. Arnalds, Elísabet Karlsdóttir og Hafsteinn Einarsson. (2014). Úttekt á meðferðarúrræðinu Karlar til ábyrgðar. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölsklduvernd og Félagsvísindastofnun
  • Styrmir Magnússon og Elísabet Karlsdóttir. (2014). Þjónustukönnun meðal eldra fólks í Fjallabyggð. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. - Unnið fyrir Fjallabyggð 

2012

  • Erla Karlsdóttir, Elísabet Karlsdóttir og Halldór S. Guðmundsson. (2012). Könnun meðal eldra fólks í Sveitarfélaginu Vogum. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. - Unnið fyrir Sveitarfélagið Voga Vatnsleysuströnd
  • Elísabet Karlsdóttir (ritstjóri) og Ásdís A. Arnalds. (2012). Afdrif barna sem dvöldu á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000-2007. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Barnaverndarstofa
  • Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Elísabet Karlsdóttir, Heiður Hrund Jónsdóttir og Vala Jónsdóttir. (2012). Fjárhagsaðstæður reykvískra barnafjölskyldna. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd
  • Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Elísabet Karlsdóttir, Heiður Hrund Jónsdóttir. (2012). Aðstæður reykvískra foreldra: Félagslegt tengslanet, tómstundir og almennt heilsufar barna. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna og fjölskylduvernd, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
  • Anna Kristín Newton, Elín Hjaltadóttir og Heiður Hrund Jónsdóttir. (2011). Þjónusta Barnahúss: reynsla  barna og ungmenna á skýrslutöku og meðferð árin 2007-2009. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd

2011

  • Lára Björnsdóttir, Halldór S. Guðmundsson, Kristín Sigursveinsdóttir og Auður Axelsdóttir. (2011). Ný sjónarhorn og leiðir til bættrar geðheilsu. Reykjavík: Rannsóknastofun í barna- og fjölskylduvernd
  • Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, Ásta Guðmundsdóttir og Ásdís A Arnalds. (2011). Félagslegar aðstæður pólskra barnafjölskyldna í Reykjavík. Reykjavík:Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. 
  • Jón Þór Sturluson, Guðný Björk Eydal og Andrés Júlíus Ólafsson. (2011). Íslensk neysluviðmið. Rannsóknaþjónusta Háskólans í Reykjavík. Unnið fyrir Velferðarráðuneyti í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. 
  • Halldór S. Guðmundsson, Atli Hafþórsson, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Kristján Már Magnússon og Guðný Björk Eydal. (2011). Áhrif starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og virkni. Rannsókn meðal þátttakenda í Starfsendurhæfingu Norðurlands. Reykjavík: Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands.

2010

  • RBF (2010). Umönnun ungra barna í Reykjavík. Hluti II. Rannsókn RBF fyrir Leikskólasvið Reykjavíkurborgar 2009-2010. Reykjavík: Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd.
  • Guðrún Helga Sederholm. (2010). Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Þjónusta 11 félagasamtaka.Reykjavík: Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd.
  • Ingólfur V. Gíslason. (2010). Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar. Reykjavík:  Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd
  • Ingólfur V. Gíslason. (2010). Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Viðbrögð lögreglunnar. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Unnið fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið.
  • Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A Arnalds. (2010). Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Unnið fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið.

2009

  • Jóhanna Rósa Arnardóttir og Guðný Björk Eydal. (2009). Umönnun ungra barna í Reykjavík. Hluti I. Hvaða foreldrar nýta sér þjónustu Leikskólasviðs og óskir varðandi hana Reykjavík: Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd.
  • Halldór Sig. Guðmundsson. (2009). Fjölgun barnaverndartilkynninga 2005-2009. Hluti I. Athugun á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Reykjanesbæ og Árborg á fyrstu sex mánuðum hvers árs, árin 2005-2009. Reykjavík: Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd. Unnið að beiðni Velferðarvaktarinnar fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið í nóvember 2009.
  • Heiða Björk Vigfúsdóttir. (2009). Úttekt á notendastýrði þjónustu. Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF). Unnið fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið.
  • Jóhanna Rósa Arnardóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Heiða Björk Vigfúsdóttir (2009). Ofbeldigegn konum. Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd. Unnið fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið.
  • Jóhanna Rósa Arnardóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Heiða Björk Vigfúsdóttir (2009). Ofbeldi gegn konum. Tölfræðiskýrsla. Reykjavík: Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd.
  • Anni G. Haugen. (2009). Ofbeldi gegn konum. Viðbrögð félagsþjónustu og barnaverndar. Reykjavík: Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd.
  • Guðrún Helga Sederholm. (2009). Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Viðbrögð skólastjóra 10 grunnskóla. Reykjavík: Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd.

2007

  • Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Halldór Sig. Guðmundsson, Friðrík H. Jónsson. (2007). Úttekt á árangri verkefnisins Hugsað um barn. Reykjavík: Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd. Unnið í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Ritröð RBF

Ritröð IX: "Það skiptir bara öllu máli hvernig við undirbúum börnin"

  • Höfundar: Sigrún Júlíusdóttir, Gunnjóna Una Guðmundsdóttir og Edda Jóhannsdóttir

Jaðarstaða foreldra - velferð barna

  • Elísabet Karlsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir

Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum: Brúðuleikhús sem forvarnarfræðsla í skólum, mat kennara

  • Höfundar: Elísabet Karlsdóttir, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir og Ásdís Aðalbjörg Arnalds. 
  • Útgáfuár: 2014
  • Útgefandi: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd

 

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd var falið af Blátt áfram að meta árangur brúðleikhússins Krakkarnir í hverfinu. Meginmarkmið rannsóknar var að kanna hvort brúðuleikhúsið Krakkarnir í hverfinu hafi skapað aukna umræðu um ofbeldi í skólum og hvort sýningin hafi orðið til þess að auka þekkingu kennara á einkennum kynferðislegs ofbeldis. 

,,Það kemur alveg nýtt look á fólk“ Rannsókn á  gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi.

  • Höfundur: Anni G. Haugen 
  • Janúar 2012
  • Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd

Verkefni, vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í umönnun aldraðra á Íslandi. Norræn samanburðarrannsókn.
 

  • Höfundur: Elísabet Karlsdóttir framkvæmdastjóri RBF
  • Nóvember 2011
  • Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands.

 

Flóttabörn á Íslandi: Niðurstöður rannsóknar á viðhorfum og reynslu flóttabarna
 

  • Höfundar: Guðbjörg Ottósdóttir, félagsráðgjafi MA, Phd nemi í Human Geography í University of Reading og Helena N. Wolimbwa félagsráðgjafi MA, Þjónustumiðstöð Vesturgarðs kynna niðurstöður úr eigindlegri rannsókn á flóttabörnum á Íslandi.
  • Febrúar 2011

 

Markmið rannsóknarinnar var að kanna félagslega stöðu og líðan flóttabarnanna frá þeirra eigin sjónarhorni. Þeir þættir sem skipta flóttabörn mestu máli í aðlögun að íslensku samfélagi eru; viðhorf jafnaldra og samfélagsins til uppruna flóttabarna og færni þeirra í íslensku tungumál. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til frekari rannsókna á vægi samfélagsviðhorfa í mótun aðlögunarreynslu flóttabarna.

Félagsleg skilyrði og lífsgæði: Rannsókn á högum einstæðra foreldra á Ásbrú/Keili í Reykjanesbæ

  • Höfundar: Sigrún Júlíusdóttir og Sólveig Sigurðardóttir
  • Október 2009
     

Markmið rannsóknarinnar var að fá heildarmynd af lífsskilyrðum fjölskyldna á Ásbrú ásamt því að gera þarfa- og úrræðagreiningu á aðstæðum þeirra sem stunda nám eða búa á svæðinu á tímum efnahagsþrenginga. Tilgangurinn var að afla vitneskju um lífsgæði einstæðra foreldra í samanburði við aðrar fjölskyldugerðir. Niðurstöður sýna m.a. að um 60% allra þátttakenda eiga börn, 53% foreldranna höfðu slitið samvistum og einstæðir foreldrar voru næst algegngasta fjölskyldugerðin (21%) á eftir fólki í sambúð (30%). Einstæðir foreldrar var sá hópur meðal barnafjölskyldna sem var í mestu námi og töldu rúmlega helmingur einstæðra foreldra að efnahagshrunið hefið haft áhrif á lífsgæði barna sinna. Einstæðir foreldrar eru stærsti hópurinn (92%) sem segjast myndu nýta sér ráðgjöf eða meðferðar þjónustu sem stæði þeim til boða að kostnaðarlausu. Líðan og heilsa einstæðra foreldra virðist þegar á heildina er litið lakari en heilsa þátttakenda í öðrum fjölskyldugerðum.

Kvennasmiðjan: Rannsókn á endurhæfingu fyrir einstæðar mæður með langvarandi félagslegan vanda
 

  • Höfundur: Kristín Lilja Diðriksdóttir
  • Apríl 2009
     

Í ritröð II er fjallað um árangur af endurhæfingarúrræðinu Kvennasmiðjunni, frá byrjun ársins 2001-2006. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig Kvennasmiðjan hefur nýst þátttakendum þegar til lengri tíma er litið ásamt því að kanna stöðu og líðan þeirra kvenna sem lokið hafa endurhæfingunni. Árangur úrræðisins var metinn með því að leggja spurningalista fyrir allar þær konur sem lokið höfðu þátttöku ásamt því að taka viðtöl við 10 konur úr þeim hópi.  Niðurstöður sýna að verkefnið hefur skilað árangri en að huga þurfi að eftirfylgd að endurhæfingu lokinni til að viðhalda þeim árangri. Flestir þátttakendur töldu að lífsgæði sín hefðu aukist við þátttöku í endurhæfingunni.

Viðhorf eldra fólks: Rannsókn á viðhorfi og vilja aldraðra sem búa í heimahúsum
 

  • Höfundur: Sigurveig H. Sigurðardóttir
  • Desember 2006
     

Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um viðhorf og aðstæður aldraðra sem búa í heimahúsum. Tilgangurinn var að leita svara við því hvaða þættir stuðla að vellíðan og öryggi aldraðra og hvað þarf að vera til staðar til að aldrað fólk geti búið sem lengst á heimilum sínum. Rannsóknin byggir á rýnihópum þar sem rætt var við 46 aldraða einstaklinga og þeir spurðir m.a. um búsetuhagi, þjónustu, starfslok, félagslega og fjárhagslega stöðu, svo og hvernig þeir upplifa viðhorf til sín í samfélaginu. Einnig var hvatt til umræðrna um hver væru brýnustu verkefnin til að bæta hag aldraðra.