Vettvangskannanir

Eins og nafnið gefur til kynna eru vettvangskannanir framkvæmdar á þeim vettvangi sem hentar rannsókninni. Sumar rannsóknarspurningar krefjast þess að athugun sé gerð á vettvangi fremur en með spurningalistum eða viðtölum.

Vettvangskannanir eru til dæmis notaðar til að mæla ómeðvitaða hegðun eða atferli undir kringumstæðum sem ekki er hægt að skapa á rannsóknarstofu og ekki er talið nægilega áreiðanlegt að spyrja beint um í spurningalista eða viðtali. Oft gefur góða raun að nota vettvangskannanir ásamt öðrum gagnaöflunaraðferðum.

Dæmi um rannsóknarspurningu sem hentugt væri að nota vettvangskönnun til að svara væri: Hversu virkir eru nemendur í stærðfræðitímum í tilteknum skóla? Rannsakandi myndi þá fylgjast með stærðfræðitímum í skólanum og skrá niður virkni nemenda.

Við upphaf vettvangsrannsóknar er mikilvægt að fyrir liggi skýr rammi um skilgreiningar á því sem á að athuga og hvernig beri að haga skráningu. Starfsfólk Félagsvísindastofnunar hefur þjálfun í slíkri forvinnu.

Nánari upplýsingar um þessa aðferð má fá hjá verkefnisstjórum Félagsvísindastofnunar í síma 525 4545 eða með tölvupósti á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is.