Persónuverndarstefna
Félagsvísindastofnun starfar í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins, 2016/679, um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og miðlun, og lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuverndarstefna Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands
Félagsvísindastofnun starfar í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar.
Félagsvísindastofnun framkvæmir kannanir fyrir rannsakendur innan háskólanna, fyrir ráðuneyti, sveitarfélög, aðrar stofnanir o.fl. Gögnin sem verða til úr könnunum okkar eru m.a. notaðar í greinum sem birtast í vísindatímaritum og skýrslum sem eru notaðar til móta stefnur í ýmsum málaflokkum. Í flestum tilfellum afhendir Félagsvísindastofnun viðkomandi aðila fullbúna skýrslu en í einhverjum tilfellum gangaskrá. Hvort sem um skýrslu eða gagnaskrá er að ræða gætir Félagsvísindastofnun þess alltaf að ekki sé hægt að rekja svör til einstaklinga. Það er gert bæði með því að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar og gæta þess að óbeinar persónuupplýsingar séu ekki þess eðlis að hægt sé að rekja tiltekin svör til einstaklinga (til dæmis upplýsingar um búsetu og starf).
Félagsvísindastofnun hefur geymt upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, aldur, búsetu og símanúmer þátttakanda úr netpanel. Jafnframt eru geymdar upplýsingar um fjölda kannana sem viðkomandi hefur fengið boð um að taka þátt í og fjölda kannana sem viðkomandi hefur svarað. Þessar upplýsingar eru geymdar þannig að við getum komið í veg fyrir að sami einstaklingur fái sendar of margar kannanir. Félagsvísindastofnun geymir engar aðrar upplýsingar um þátttakendur í netpanel nema þátttakendur hafi gefið skýrt leyfi fyrir því.
Félagsvísindastofnun geymir stundum gögn úr könnunum en þau eru ekki geymd með persónugreinanlegum upplýsingum og því er aldrei hægt að tengja eldri gögn við tiltekna svarendur.
Félagsvísindastofnun notar tækni og verklag sem er ætlað að tryggja öryggi og verndun allra persónuupplýsinga. Félagsvísindastofnun vistar ekki niðurstöður kannana með persónugreinanlegum auðkennum. Öll rannsóknargögn eru geymd á netþjónum sem eingöngu starfsmenn Félagsvísindastofnunar hafa aðgang að með lykilorði. Starfsmenn Félagsvísindastofnunar hafa skrifað undir trúnaðar- og þagnareið. Félagsvísindastofnun notar netkönnunarþjónustuaðila (Qualtrics) sem uppfyllir allar kröfur um vörslu persónugreinanlegra gagna samkvæmt evrópsku persónuverndarlöggjöfinni.
Félagsvísindastofnun er ábyrg gagnvart öllum þátttakendum að tryggja verndun persónuupplýsinga, óháð því hvaða gagnaöflunarleið er notuð (hvort sem um ræðir t.d. þátttakendur í netkönnunum eða í einstaklingsviðtölum). Félagsvísindastofnun miðlar aldrei persónuupplýsinga um þátttakendur sínar til þriðja aðila nema að hafa fengið fyrir því upplýst samþykki.
Það er mismunandi eftir eðli rannsóknar hvort Félagsvísindastofnun er ábyrgðaraðili, vinnsluaðili eða sameiginlegur ábyrgðaraðili með öðrum í skilningi persónuverndarlaga.
Í einstaka tilfellum gerir Félagsvísindastofnun rannsókn meðal barna yngri en 18 ára. Það er þó eingöngu gert með upplýstu samþykki forráðamanns og barns.
Persónuverndarstefna var fyrst sett fram 19.12.2018 en stofnunin áskilur sér rétt til að endurskoða stefnuna. Allar breytingar verða birtar á heimasíðu Félagsvísindastofnunar um leið og þær taka gildi.
Hér má nálgast lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Frekari upplýsingar um persónuvernd Félagsvísindastofnunar veitir verkefnastjóri Félagsvísindastofnunar Margrét Valdimarsdóttir (margretva hjá hi.is).