Langtímarannsóknir

Langtímarannsóknir gefa okkur innsýn inn í þróun mála. Þá er ýmisst fylgt hópi eftir og spurningalisti lagður fyrir hópinn með reglulegu millibili, eða sami spurningalisti lagður fyrir nýjan hóp.

Félagsvísindastofnun hefur framkvæmt margar langtímarannsóknir í gegnum tíðina. Vorið 2020 fór stofnunin af stað með langtímarannsókn á afstöðu Íslendinga til ýmissa mála tengt COVID-19 faraldrinum. Þá var könnun sent daglega á nýtt úrtak til að fylgjast með þróun mála. 

Félagsvísindastofnun tekur að sér alla þætti framkvæmdar langtímakönnunar og sér um að velja úrtak þegar það á við, útbúa spurningalista, setja hann upp, safna gögnum og vinna úr þeim.

Nánari upplýsingar um þessa aðferð má fá hjá verkefnisstjórum Félagsvísindastofnunar í síma 525 4545 eða með tölvupósti á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is.