Blandaðar aðferðir

Það getur reynst vel að blanda saman aðferðum gagnaöflunar. Til dæmis þegar tekin eru úrtök úr Þjóðskrá eru engin netföng til staðar.

Algengt er þá að blanda saman síma- og netkönnun. Þá er hringt í einstakling og honum boðið að taka þátt í gegnum síma eða fá senda könnun í tölvupósti.

Að blanda saman aðferðum er gott til að nýta styrk hverrar aðferðar. Að blanda saman síma- og netkönnun kostar minna heldur en að hafa gagnaöflun einungis í gegnum síma.

Einnig getur reynst vel að blanda saman aðferðum eigindlegra og megindlegra rannsókna, þ.e. kannanna og viðtalsrannsókna. Viðtalsrannsóknir (eigindlegt), t.d. einstaklingsviðtöl eða rýnihópar gefa meiri dýpt og skilning á viðfangsefninu.

Nánari upplýsingar um þessa aðferð má fá hjá verkefnisstjórum Félagsvísindastofnunar í síma 525 4545 eða með tölvupósti á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is.