Rökræðukannanir

Rökræðukönnun skiptist í sex meginþætti:

  1. Viðhorfskönnun til viðfangsefnis sem er lögð fyrir tilviljunarúrtak úr þjóðskrá og netpanel Félagsvísindastofnunar. Spurt er í könnuninni hvort þátttakendur gefi kost á sér til þess að taka þátt í rökræðukönnun.
  2. Lýsandi úrtaki er boðið að taka þátt í rökræðukönnun.
  3. Þátttakendur fundar fá sent efni með upplýsingum um viðfangsefni fundarins.
  4. Viðhorfskönnun í upphafi rökræðufundar til þess að kanna viðhorf til viðfangsefnisins meðal þátttakenda á fundinum.
  5. Rökræðufundur með þátttakendum sem gefið hafa kost á sér í könnuninni hefst. Þátttakendum er skipt í hópa sem ræða um viðfangsefni fundarins á skipulagðan hátt með hliðsjón af rökum með og á móti hverju atriði fyrir sig. Á fundinum er sérfræðingar sem svara spurningum þátttakenda.
  6. Viðhorfskönnun í lok fundar í því skyni að kanna hvort viðhorf þátttakenda höfðu breyst við nánari skoðun og umræður um viðfangsefnin.
Image