Almenningssamráð

Almenningssamráð er eitt áhrifamesta stjórnsýslutæki í nútíma lýðræðissamfélögum og nýtur síaukinna vinsælda. Almenningssamráð byggja á upplýstu samtali ólíkra aðila s.s. almennings, hagsmunaaðila, félagssamtaka, stjórnvalda o.fl. um samfélagsleg málefni. Félagsvísindastofnun hefur töluverða reynslu af almenningssamráðshópum og sníður hverja rannsókn eftir því tilfelli sem um ræðir. Dæmi um málefni almennings­samráðs­rannsókna eru efnahagsmál, lífsgæði, stjórnmál, lýðheilsa, jöfnuður og ýmiskonar framkvæmdir. Helstu markmið almenningssamráðs er að miðla þekkingu um þann málaflokk sem fjallað er um, öðlast upplýsta sýn hlutaðeigandi aðila og efla þátttöku og áhrif fólks á samfélagsleg málefni.

Dæmi um smærri almenningssamráðsrannsóknir eru íbúakannanir s.s. kannanir fyrir hverfi, bæjarfélög, sveitafélög o.s.frv., kannanir félagasamtök, hagsmunasamtök, fyrirtæki, stofnanir o.fl. sem byggja á samtali allra hlutaðeigandi aðila.