Þjóðfræði

Þjáning/tjáning
Vilborg Bjarkadóttir ræddi við Lestina á Rás1 28. mars 2018 um meistaraverkefni sitt, Þjáning/tjáning, um gildi sagnamennsku í bataferli eftir slys. Hlustið hér: http://www.ruv.is/spila/ras-1/lestin/20180328

Terry talar um málarann
Sigurður málari var til umræðu í Kiljunni og þar ræddi Egill Helgason við Terry Gunnell, í tilefni af útkomu bókarinnar Málarinn og menningarsköpun, en ritstjórar hennar eru Terry og Karl Aspelund.
Sjá hér: http://www.ruv.is/frett/dreymdi-stora-drauma-um-sjalfstaeda-thjod

Ímyndir – Þjóðfræði í mynd
Ímyndir hófu göngu sína vorið 2010 – þá undir nafninu Þjóðfræði í mynd. Verkefnið er, eins og upprunalegur titill þess ber með sér, byggt á nýlegum BA og MA rannsóknum nemenda í þjóðfræði við Háskóla Íslands en með því að yfirfæra helstu niðurstöður slíkra rannsókna á myndband má segja að möguleikar þeirra til að ná til aukins fjölda í samfélaginu margfaldist, enda myndbandsformið þægilegur og aðgengilegur miðill í veraldarvefsvæddu samfélagi.

Útvarpsþættirnir Þjóðbrók
Í námskeiðinu Inngangur að þjóðfræði hafa nemendur unnið útvarpsþætti sem byggjast á einhverjum af viðfangsefnum þjóðfræðinnar. Þættirnir hafa verið á dagskrá Rúv undanfarin ár.

SIEF – Evrópusamtök þjóðfræðinga

Hvar er þjóðfræði kennd í Evrópu?
Á vef SIEF er að finna kort sem sýnir þá háskóla í Evrópu sem bjóða nám í þjóðfræði. Kortið má skoða hér.

Hvað er þjóðfræði?
Áhugavert myndband á vef SIEF um þjóðfræði í Evrópu. Myndbandið má skoða hér.

Hvað gera þjóðfræðingar?
Skemmtileg myndbrot með viðtölum við þjóðfræðinga. Myndböndin má skoða hér.