Starfsemin

Texti

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1985. Með stofnuninni var brugðist við aukinni eftirspurn eftir rannsóknum á samfélagsmálum og hefur megin markmið stofnunarinnar frá upphafi verið að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir sem stuðla að því að styrkja og efla íslenskt samfélag

Mynd
Image
Starfsfólk Félagsvísindastofnunar 2020

Félagsvísindastofnun heyrir undir félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, stjórnmálafræðideild og félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði og vinnur í nánu rannsóknasamstarfi við fræðimenn innan Háskóla Íslands.

Félagsvísindastofnun gerir rannsóknir og kannanir fyrir fjölmarga aðila, bæði hérlendis og erlendis. Sem dæmi má nefna ráðuneyti, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök auk ýmissa hagaðila. Félagsvísindastofnun er með aðild að CESSDA (Consortium of European Social Science Data Archieves) sem hefur það að megin markmiði að tryggja gæði rannsókna og rannsóknarinnviða.

Félagsvísindastofnun leggur áherslu á að

 • Efla samtal rannsókna og samfélags
 • Styrkja rannsóknainnviði
 • Styðja við þekkingarsköpun og alþjóðlegt samstarf
 • Nýta gæðakerfi í verklagi

Hlutverk Félagsvísindastofnunar er að

 • Efla rannsóknir í félagsvísindum
 • Sinna þjónustuverkefnum á sviði félagsvísinda
 • Eiga samstarf við aðila utan stofnunarinnar sem stunda rannsóknir á rannsóknasviðum stofnunarinnar
 • Veita nemendum þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að stunda rannsóknir
 • Styðja við kennslu á sviði aðferðafræði félagsvísinda
 • Gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í félagsvísindum
 • Veita upplýsinga og ráðgjöf varðandi félagsvísindaleg málefni
 • Gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestrum um félagsvísindi