Samstarfsaðilar

Frá upphafi hefur Rannsóknasetrið og námsbraut í fötlunarfræðum lagt áherslu á samstarf við baráttusamtök fatlaðs fólks, aðila sem vinna að stefnumótun, sveitarfélög, ráðuneyti og Alþingi.

 

 

Samstarf við Þroskahjálp og ÖBÍ

Mikilvægur þáttur í starfi Rannsóknasetursins er samstarf við baráttuhópa og samtök fatlaðs fólks við framþróun og stefnumótun í málefnum fatlaðs fólk hér á landi.

Samstarf við samtök fatlaðs fólks 

Rannsóknasetrið og námsbrautin hefur alla tíð lagt mikla áherslu á samstarf við fatlað fólk og baráttusamtök þess.

Markmiðið er að efla þekkingu á málefnum fatlaðs fólks og félagslegum skilningi á fötlun, og stuðla að mannréttindum fatlaðs fólks og þátttöku þess í samfélaginu.

Þetta samstarf hefur meðal annars verið við Landssamtökin Þroskahjálp https://www.throskahjalp.is/; Öryrkjabandalag Íslands https://www.obi.is/;  TABÚ, femíniska fötlunarhreyfingu https://www.tabu.is/, Átak, Félag fólks með þroskahömlun http://www.lesa.is/is, og NPA Miðstöðina http://www.npa.is/.

Fræðafólk innan fötlunarfræðanna hafa einnig haf langtíma samstarf við óformlega hópa fatlaðs fólks, svo sem hóp foreldra með þroskahömlun/seinfæra foreldra.

Rannsóknasetrið hefur, bæði í eigin nafni og í samstarfið við samtök fatlaðs fólks, veitt ráðgjöf og unnið rannsóknir fyrir ráðuneyti og aðrar opinberar stofnanir. Þá hefur Rannsóknasetrið veitt umsagnir um ýmis drög að stefnumótun og lögum, og unnið með nefndum Alþingis að lagasetnignum í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi.

Rannsóknasetrið og námsbraut í fötlunarfræðum lagt ríka áherslu á virk tengsl við alþjóðlegt fræðasamfélag og lagt sig fram um að efla alþjóðlegt samstarf á sviði fötlunarfræða.

 

Undanfarin áratug eða svo hefur fræðafólk innan Rannsóknasetursins verið í samstarfi við fræðafólk við eftirfarandi stofnanir og háskóla: 

  • Stockholm University
  • Norwegian University of Science and Technology (NTNU)
  • Centre for Disability Law and Policy
  • National University of Ireland Galway
  • Centre for Disability Studies University of Leeds (England)
  • University of Sheffield (England)
  • Norah Fry Research Centre University of Bristol (England)
  • University of Swansea (Wales)
  • Maastricht University (Holland)
  • Bochum Cenrer for Disability Studies
  • Protestant University of Applied Studies (Þýskalandi)
  • University of Toronto (Kanada)
  • Western University (Kanada)
  • University of Alberta (Kanada)
  • Centre on Human Policy, Law and Disability Studies, Syracuse University (BNA)
  • Montclair State University (BNA)
  • Deakin University Geelong (Ástralíu)
  • Centre for Disability Research and Policy Sydney University (Ástralíu)

Alþjóðasamstarf við samtök fatlaðs fólks hefur meðal annars verið við Independent Living Institute í Stokkhólmi https://www.independentliving.org/; Funktionsrät Sverige https://funktionsratt.se/om-oss/in-english/ og European Network on Independent Living https://enil.eu/.

 

Evrópusamstarf um stefnumótun. Gegnum þátttöku í ýmsum verkefnum hefur Rannsóknasetrið verið í samstarfi við EDF, the European Disability Forum http://www.edf-feph.org/ and EASPD, European Association of Service Providers for Persons with disabilities http://www.easpd.eu/.

Norrænt samstarf um stefnumótun

Undanfarin ár hefur Rannsóknasetrið verið í samstarfi við Nordic Welfare Centre (Norrænu velferðarmiðstöðina) hhttps://nordicwelfare.org/en/.

Samstarfið hefur einkum varðar málefnu fatlaðs fólks á Norðurlöndum https://nordicwelfare.org/en/disability-issues/.

Nordic Welfare Centre er Norræn stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar https://www.norden.org/en, sem vinnur að því að styrkja stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlöndum og efla og miðlar þekkingu um málaflokkinn.