Samstarf MARK
MARK vinnur í samstarfi við stofnanir milli deilda og sviða innan Háskóla Íslands auk samstarfs við félagasamtök og stofnanir utan Háskóla Íslands.
Meðal samstarfsaðila eru
- Mannréttindaskrifstofu Íslands
- Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar
- Jafnréttisstofa
- Rauða kross Íslands
MARK og Reykjavíkurborg hafa undirritað samstarfssamning sem m.a. felur í sér ýmsa verkefnvinnu sem MARK innir af hendi fyrir Reykjavíkurborg.
KFS er skammstöfun á „kynjuð fjárhags- og starfsáætlun“ sem felur í sér samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla opinbera stefnumótun og áætlanagerð. Reykjavíkurborg hefur á stefnuskrá sinni að innleiða KFS – kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, og að hún verði orðin að veruleika við alla fjárlagagerð borgarinnar árið 2018. Þetta felur í sér að við gerð fjárhagsáætlunar 2018 verður hægt að taka ákvarðanir um leiðréttingar á ráðstöfunum fjármuna Reykjavíkurborgar út frá greiningum á öllum megin þjónustuþáttum borgarinnar með það að markmiði að mæta þörfum fólks í ólíkri stöðu og jafna hana eins og frekast er unnt.
Slíkar breytingar fela í sér gífurlega mikla vinnu og er í mörg horn að líta. Til að tryggja að sem best verði að verki staðið falaðist Reykavíkurborg eftir samstarfi um rannsóknir við Félagsvísindasvið (FVS). Samingur milli samstarfsaðila var undirritaður í desember 2014 þar sem kveðið er á um að MARK hafi yfirumsjón með samstarfinu fyrir hönd FVS.
Í rannsóknarsamstarfinu er ætlunin að veita nemum bæði í grunn- og framahaldsnámi tækifæri til að vinna að stærri og minni verkefnum sem tengjast á einn eða annan hátt innleiðingu KFS. Nemar fá aðgang að gagnagrunnum borgarinnar sem tengjast verkefnunum og um leið fá þeir tækifæri til að kynnast starfsemi og innviðum Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar um rannsóknarsamstarfið veitir MARK