Rannsóknir MARK

KFS er skammstöfun á „kynjuð fjárhags- og starfsáætlun“ sem felur í sér samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla opinbera stefnumótun og áætlanagerð. Reykjavíkurborg hefur á stefnuskrá sinni að innleiða KFS – kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, og að hún verði orðin að veruleika við alla fjárlagagerð borgarinnar árið 2018. Þetta felur í sér að við gerð fjárhagsáætlunar 2018 verður hægt að taka ákvarðanir um leiðréttingar á ráðstöfunum fjármuna Reykjavíkurborgar út frá greiningum á öllum megin þjónustuþáttum borgarinnar með það að markmiði að mæta þörfum fólks í ólíkri stöðu og jafna hana eins og frekast er unnt.

Slíkar breytingar fela í sér gífurlega mikla vinnu og er í mörg horn að líta. Til að tryggja að sem best verði að verki staðið falaðist Reykavíkurborg eftir samstarfi um rannsóknir við Félagsvísindasvið (FVS). Samingur milli samstarfsaðila var undirritaður í desember 2014 þar sem kveðið er á um að MARK hafi yfirumsjón með samstarfinu fyrir hönd FVS.

Í rannsóknarsamstarfinu er ætlunin að veita nemum bæði í grunn- og framahaldsnámi tækifæri til að vinna að stærri og minni verkefnum sem tengjast á einn eða annan hátt innleiðingu KFS. Nemar fá aðgang að gagnagrunnum borgarinnar sem tengjast verkefnunum og um leið fá þeir tækifæri til að kynnast starfsemi og innviðum Reykjavíkurborgar. 

Nánari upplýsingar um rannsóknarsamstarfið veitir MARK

Skýrslur sem unnar hafa verið í samvinnu við MARK.

Að MARK standa kennarar og fræðafólk á Félagsvísindasviði sem stunda rannsóknir á sviði mannréttinda og mismununar, jafnréttis-, kynja- og margbreytileikafræða í víðum skilningi.

Stjórn MARK getur heimilað einstaklingum og rannsóknarhópum að vinna verkefni á vegum miðstöðvarinnar og skulu þau vera fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands birtir tölulegar upplýsingar um rannsóknavirkni samkvæmt stigakerfi opinberu háskólanna, sjá hér.

 

Anni Guðný Haugen, lektor í félagsráðgjöf prófessor

 • Rannsóknasvið: Barnavernd, skipulag þjónustunnar, uppbygging úrræða og áhrif þeirra. Kynbundið ofbeldi. Samkynhneigð, rétturinn til fjölskyldulífs.

Brynhildur G. Flóvenz, dósent í lögfræði

 • Rannsóknasvið: Félagsmálaréttur Kvennaréttur Réttindi fólks með fötlun Jafnrétti og bann við mismunun Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar Mannréttindi.

Erla S. Kristjánsdóttir, lektor í alþjóðasamskiptum

 • Rannsóknasvið: Menning, alþjóðasamskipti, innflytjendur, fjölmenning og menningaraðlögun 

Geir Gunnlaugsson, Prófessor í hnattrænni heilsu Félags- og mannvísindadeild

 • Rannsóknarsvið: Hnattræn heilsa; Lýðheilsa; Heilsuvernd barna; Barnalækningar

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði

 • Rannsóknasvið: Félagsfræði atvinnulífs. Fjölskylda og atvinnulíf. Vinnuskipulag. Vinnutengd og kynbundin heilsa og líðan. Kynjabundinn vinnumarkaður. Kynjakvótar. Verkalýðshreyfingin. Upplýsingatækni. Rafrænt eftirlit og persónuvernd. Velferðarmál.

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í starfs- og námsráðgjöf

 • Rannsóknasvið: Starfsþróunarfræði (career development theory), með áherslu á hugsmíðahyggju. Félagsfræðikenning Bourdieu, Sálfræðikenning Kelly um einkahugsmíðar. Mat á ráðgjöf og fræðslu um nám og störf. Frásagnarfræði í náms- og starfsráðgjafarfræðum.

Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf

 • Rannsóknasvið: Velferðarkerfið. Félagsmál og stefnumótun. Fjölskyldustefna. Félagsmálastefna. Umönnunarstefna.  Félagsþjónusta. Fátækt. Barnastefna. Áfallastjórnun.

Gyða Margrét Pétursdóttir, aðjúnkt í kynjafræði

 • Rannsóknasvið: Kynjafræði. Femínismi. Karlmennskur. Kvenskur/kvenleikar. Hrunið. Vinnumenning. Kynjatengsl. Fjölskylduábyrgð. Fæðingar- og foreldraorlof. Hinsegin fræði.

Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræði

 • Rannsóknasvið:  Fjölskyldur og fötlun. Kynferði og fötlun. Barnæska og fötlun. Fötlun og menning, Fötlun og háskólanám. Valdefling, stoðþjónusta og fagmennska.

Helga Þórey Björnsdóttir, aðjúnkt í mannfræði

 • Rannsóknasvið: Karlmennska, kyngervi, sjálfsmynd, atbeini, hernaðarhyggja, hervæðing, öryggi, hnattvæðing, rými, þjóðernishyggja, heimlisleysi, eigindlegar aðferðir, orðræður

Hervör Alma Árnadóttir, lektor í félagsráðgjöf

 • Rannsóknasvið: Ungmenni. Sjálfsmynd. Félagsfærni. Reynslunám. Notendasamráð. Fjölskyldusamráð.

Hrefna Friðriksdóttir, dósent í lögfræði

 • Rannsóknasvið: Hjúskapar- og sambúðarréttur. Barnaréttur Barnaverndarréttur. Mannréttindi barna og fjölskyldu. Réttindi samkynhneigðra. Erfðaréttur.

Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði

 • Rannsóknasvið: Jafnrétti kynja Karlar og karlmennska Fæðingarorlof Samtök á vinnumarkaði Inntökuathafnir og vígslur Ofbeldi.  

Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði

 • Rannsóknasvið: Heilsumannfræði, mannfræði barna, þróunarmál 

Kristinn Helgi Magnússon Schram, lektor í þjóðfræði og safnafræði

 • Rannsóknarsvið: þjóðfræði og frásagnarmenning, hreyfanleiki hópa, þverþjóðleiki, sjálfsmyndir og ímyndir, borgarmenning, norðurslóðir, húmor og íronía.

Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði

 • Rannsóknasvið: Ímyndir, fjölmenning, orðræður, kynmenning, kynþáttarhyggja, hjarðmennska, sjálfsmynd, þjóðerni, hnattvæðing, frumbyggjar, orðræður um "hina" og Afríka, ímyndir námsbóka, Þróunarsamvinna.

Kristjana Stella Blöndal, lektor í starfs- og námsráðgjöf

 • Rannsóknasvið: Framhaldsskólinn. Brotthvarf. Nemendur í áhættuhópi. Skuldbinding nemenda í námi og skóla

M. Elvíra Mendez Pinedo, prófessor í lögfræði

 • Rannsóknasvið: Evrópuréttur. ESB og EES réttur   

Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor í lögfræði

 • Rannsóknasvið: Alþjóðleg og innlend mannréttindavernd. Jafnréttislöggjöf. Heilbrigðisréttur.

Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði

 • Rannsóknarsvið: Menningarsaga, menningararfur, líkamsmenning, menningarpólitík.

Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði

 • Rannsóknasvið: Refsiréttur, almennur hluti og sérstakur. Kynferðisbrot og önnur brot gegn konum og börnum. Umhverfisrefsiréttur. Viðurlög, einkum samfélagsþjónusta og önnur úrræði utan stofnana. Viðurlagapólitík.

Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði

 • Rannsóknasvið: Fötlunarfræði (þróun fötlunarfræða sem fræðigreinar, kenningasmíð um fötlun); kynferði og fötlun; fjölskyldur og fötlun; börn, ungmenni og fötlun; eigindleg aðferðafræði; fjölmenning; kynjafræði; hinsegin fræði og fjölskyldur minnihlutahópa.

Sif Einarsdóttir, dósent í starfs- og námsráðgjöf

 • Rannsóknasvið: Sálfræðilegt mat í þvermenningarlegu samhengi. Áhugakannanir. Menningarlegur margbreytileiki í ráðgjöf og menntakerfinu. Einelti. Viðhorf íslendinga til sálfræðinga og þjónustu þeirra.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði

 • Rannsóknasvið: Mannfræði stjórnmála. Kynjamannfræði. Kenningar og aðferðir í mannfræði. Mannfræði ævisagnaritunar.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði

 • Rannsóknasvið: Söfn, samfélag, safnkenningar, menningarpólitík, fjölmiðlun frumbyggja (útvarp, sjónvarp, kvikmyndir), sjónræn menning, sjónrænar kenningar (áhersla á sjónvarps-, kvikmynda- og ljósmyndaformið), dauði og stjórnviska.

Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf

 • Rannsóknasvið: Öldrunarfræði.Megin fræðasvið eru rannsóknir á þeim þáttum sem hafa áhrif á vellíðan á efri árum, skipulagi þjónustu við aldraða og fjölskyldustuðningi.

Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði

 • Rannsóknasvið: Kenningar í alþjóðasamskiptum. Utanríkisstefna Íslands. Öryggisfræði. Samningatækni. Femínismi. Umhverfismál.

Steinunn Hrafnsdóttir, dósent í félagsráðgjöf

 • Rannsóknasvið: Frjáls félagasamtök. Sjálfboðastörf. Stjórnun opinberra stofnana. Rannsóknir á frjálsum félagasamtökum og sjálfboðastarfi á Íslandi.

Terry Gunnel, prófessor í þjóðfræði

 • Rannsóknasvið: Sagnir, þjóðtrú og hátíðir á Íslandi, á Norðurlöndum, og Bretlandseyjum. Norræn trú. Leiklist (miðalda; Ibsen, Strindberg; Absurdísma; Shakespeare; total theatre; gamanleikir). Dulbúningasiðir. Sviðslistafræði (performance studies).   

Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði

 • Rannsóknasvið: Þjóðerni. Fjölmenning. Hnattvæðing. Kyn. Vinnutengdir fólksflutningar.

Valdimar Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði

 • Rannsóknasvið: Rannsóknarsvið: Hversdagsmenning, þjóðfræði samtímans, höfundaréttur og menningararfur

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði

 • Rannsóknasvið: Sérfræðingar, fagþróun, vinnumarkaður, samræming fjölskyldulífs og atvinnu, hnattvæðing og þegnréttur, femínískar kenningar, gagnrýnin jafnréttisfræði.

Umsóknarfrestur opinn:

 • COST - verkefni veita styrki til að sækja ráðstefnur og fundi og er markmiðið að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum fræðasviðum.
 • BHM – Starfsmenntasjóður
 • BHM - Starfsþróunasjóður

Umsóknarfrestur oftar en einu sinni á ári:

 • 15. febrúar og aftur 15. september – Letterstedtska Föreningen – norrænt samstarf, styrkir auk þess útgáfu og þýðingu fræðirita.
 • 30. apríl. Sáttmálasjóður – fastráðnir kennarar.
 • 1. maí. Ferðastyrkir doktorsnema við HÍ.

Umsóknarfrestur fastur:

 • 18. september - Arctic Research and Studies – Norðurslóðafræði Tvíhliða samstarf Íslands og Noregs

Kennara-, starfsmanna og stúdentaskipti ofl.

 • 10. febrúar 2016 - Nýsköpunarsjóður námsmannna
 • 1. mars. 2016 Erarasmus+ stúdendtaskipti og starfsnám á háskólastigi.
 • 15. maí 2016 Erasmus+ kennara og starfsmannskipti