Rannsóknasetur í safnafræðum
Hlutverk Rannsóknaseturs í safnafræðum er að sinna rannsóknartengdum þjónustuverkefnum á sviði safnafræða, efla tengsl rannsókna og kennslu á sviði safnafræða.

Rannsóknasetur í safnafræðum sinnir rannsóknartengdum þjónustuverkefnum á sviði safnafræða, eflir tengsl rannsókna og kennslu á sviði safnafræða, á í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og fræðimenn í safnafræðum og stuðlar að tengslum við atvinnu- og þjóðlíf. Setrið veitir einnig nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa og veita þeim þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum.
Hlutverk
- Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviði safnafræða.
- Sinna rannsóknartengdum þjónustuverkefnum á sviði safnafræða.
- Efla tengsl rannsókna og kennslu á sviði safnafræða.
- Hafa samstarf við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og fræðimenn í safnafræðum og efla tengsl við atvinnu- og þjóðlíf.
- Veita nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa og veita nemum þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknastörf á vegum setursins eftir því sem unnt er.
- Kynna niðurstöður rannsókna, m.a. með útgáfu fræðigreina, gangast fyrir faglegum námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum á sviði safnafræða.
- Vera ráðgefandi á sviði safnafræða, hvort sem það er til hagsmunaaðila, stofnana, fyrirtækja eða annarra
- Stuðla að útgáfu fræðilegra verka á sviði safnafræða
Hafðu samband
Rannsóknasetur í safnafræðum
Háskóli Íslands
Gimli, Pósthólf 241
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Sími: 525-5496
Fax: 552-6806
Netfang: rss@hi.is
Framkvæmdastjóri
Stjórn
- Ingibjörg Áskelsdóttir, Borgarsögusafn (fulltrúi Félags íslenskra safna og safnmanna)
- Guðbrandur Benediktsson, Borgarsögusafn (fulltrúi Safnaráðs)
- Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri Listasafns Íslands (fulltrúi Félags íslenskra safnafræðinga)
- Dr. Arndís Bergsdóttir, lektor (fulltrúi University College London)
- Dr. Guðrún Dröfn Whitehead, lektor (fulltrúi námsbrautar í safnafræði við Háskóla Íslands)
- Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor (fulltrúi námsbrautar í safnafræði og formaður stjórnar RSS)
- Dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar
Bækur
- Saga listasafna á Íslandi í ritstjórn Sigurjóns Baldurs Hafsteinssonar. Júní 2019. Útgefandi er Rannsóknasetur í safnafræðum
- Grunnatriði safnastarfs. Reykjavík 1998. Helgi M. Sigurðsson íslenskaði
Þjónusta Rannsóknaseturs í safnafræðum felur í sér ráðgjöf, gerð greinargerða, úttektir og framkvæmd rannsókna sem hentar hverjum verkkaupa fyrir sig. Hægt er að leita tilboða.
Viðskiptavinir setursins geta verið sem dæmi
- Söfn, setur, sýningar
- Ferðaþjónustaðilar (menningartengd ferðaþjónusta)
- Stofnanir og ráðuneyti
- Félög og félagasamtök
- Sveitastjórnir
- Einstaklingar
Nánari upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra Setursins í síma 525 5496 eða með tölvupósti á netföngin rss@hi.is og sbh@hi.is.