Sundstofan er þverfaglegur vettvangur fyrir rannsóknasamstarf þriggja háskólakennara og nemenda þeirra við Háskóla Íslands. Markmiðið er að efna til rannsókna á félagslegri notkun heits vatns og líkamsmenningu í opinberum rýmum, m.a. í sundlaugum. Í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands hefur á vegum Sundstofu verið útbúin spurningaskrá þar sem fólk er hvatt til að lýsa reynslu sinni af og viðhorfum til sundlauga.

Share