Dagana 28. nóvember til 17. desember árið 2017 fór fram ein stærsta rannsókn um heppni og hjátrú sem gerð hefur verið á Íslandi. Úrtakið samanstóð af 3000 manns úr netpanel Félagsvísindastofnunar og svöruðu 1.618 manns, eða um 54%. Um lagskipt slembiúrtak var að ræða og voru niðurstöður vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar til að endurspegla þjóðina sem best.

Gögnin eru aðgengileg öllum og eru í skrá fyrir tölfræðiforritið SPSS. Gögnin eru opin til persónulegra nota og skal geta þess hvaðan þau koma ef við á, en ekki má nota þau í markaðslegum tilgangi.

Nálgast má gögnin á gagnagátt Félagsvísindastofnunar.