Um þessar mundir er Félagsvísindastofnun að vinna rannsókn á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins í tengslum við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi 1. janúar 2022. Einn liður í rannsókninni er að mæla reynslu foreldra/forsjáraðila af þjónustu við börn sem veitt er í mennta-, félags- og heilbrigðiskerfi.

Öllum foreldrum/forsjáraðilum barna á Íslandi, yngri en 18 ára, er boðið að svara könnun um málefnið. Hér er hægt að svara könnuninni og notuð eru rafræn skilríki til að skrá sig inn. Hægt er að svara könnuninni á íslensku, ensku eða pólsku.

Hvert foreldri getur aðeins svarað könnuninni einu sinni og aðeins er svarað út frá einu barni.

Nöfn svarenda munu hvergi koma fram við úrvinnslu könnunarinnar og Félagsvísindastofnun gætir þess að útilokað verði að rekja svör til einstaklinga. Svarendum er ekki skylt að svara einstaka spurningum eða spurningalistanum í heild. Könnunin og úrvinnsla hennar er gerð í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (lög nr. 90/2018).

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er velkomið að hafa samband við Guðbjörtu Guðjónsdóttur, verkefnisstjóra hjá Félagsvísindastofnun, með því að senda póst á gudbjort@hi.is eða hringja í síma 525 5437.

Allir foreldrar eru hvattir til að taka þátt. Góð þátttaka er mjög mikilvæg til að niðurstöður könnunarinnar verði sem áreiðanlegastar og nýtist sem best til að bæta þjónustu við börn.

Að neðan er bréf frá mennta- og barnamálaráðherra vegna rannsóknarinnar.

Image