Póstkannanir

Þegar um póstkönnun er að ræða er spurningalisti sendur á þátttakendur í úrtaki ásamt kynningarbréfi um könnunina. Í umslaginu fylgir svarumslag sem svarendur geta sett ófrímerkt í póst.

Póstkönnun er fyrst og fremst notuð ef spurningalisti er mjög langur eða flókinn (of langur og flókinn fyrir símakönnun).

Einn helsti kostur við þessa aðferð er að þátttakendur geta svarað á þeim tíma sem þeim hentar.

Svarhlutfall í póstkönnun getur verið með lægra móti en það fer þó allt eftir því hvaða hópur er til athugunar. Mikilvægt er að póstkönnun sé ávallt fylgt eftir með ítrekun, hvort sem það er með bréfi, símtali eða með því að senda spurningalista aftur á þá sem ekki hafa svarað. Þessi leið er tímaferk og getur orðið kostnaðarsöm ef erfiðlega gengur að fá þátttakendur til að svara. Það er þó hægt að fara ýmsar leiðir til að bæta svörun eins og til dæmis með því að hafa happdrætti þar sem dregið er úr innsendum spurningalistum.

Nánari upplýsingar um þessa aðferð má fá hjá verkefnisstjórum Félagsvísindastofnunar í síma 525 4545 eða með tölvupósti á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is.