Panel kannanir

Upplýsingar um panel

Enska orðið panel hefur verið þýtt á íslensku sem “þjóðhópur” eða hópur fólks sem endurspeglar þjóð eða þjóðarbrot. Skráðir einstaklingar á panel Félagsvísindastofnunar eru því einstaklingar á öllum aldri, ólíku kyni, með mismunandi búsetu, menntun, starfsreynslu o.s.frv., eða í stuttu máli allt það fólk sem endurspeglar íslensku þjóðina.

Þeim sem eru skráðir á panel gefst kostur á að taka þátt í margvíslegum könnunum á netinu og koma þannig skoðun sinni á framfæri um hin ýmsu málefni, svo sem stjórnmál, heilbrigðismál, velferðarmál, umhverfismál, þjónustu ýmiskonar o.fl. o.fl.

Hvers vegna skiptir þín skoðun máli?

Með því að taka þátt tryggir þú að þín rödd heyrist. Án þíns framlags yrði könnunin ófullkomnari. Styrkur panelkannana er að málefni eru borin undir breiðan hóp fólks sem býr á Íslandi. Þannig getum við séð hvernig þættir á borð við efnahaginn og breytingar á samfélagi okkar hafa áhrif á líf og líðan fólks á öllu landinu.

Þínar skoðanir og þín þátttaka er nauðsynleg til að tryggja að rannsóknir okkar séu sem nákvæmastar.

Upplýsingarnar sem við söfnum geta haft áhrif á stefnumótun stjórnvalda, framkvæmdir og þjónustu fyrirtækja og eru notaðar af háskólafólki og rannsakendum sem vinna að því að bæta hag þinn.

Persónuvernd og gagnaöryggi

Kannanir á panel eru alltaf nafnlausar og Félagsvísindastofnun gætir þess að ekki sé hægt að rekja svör til einstaklinga. Gagnaöryggi er okkur afar mikilvægt og við tökum öll möguleg skref til að tryggja að persónuupplýsingar og svör þátttakenda séu örugg. Farið verður með öll gögn í samræmi við fyrirmæli Persónuverndar.

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá frekari upplýsingar um þær kannanir sem þú tekur þátt í er þér velkomið að hafa samband við Ævar Þórólfsson, panelstjóra Félagsvísindastofnunar, með tölvupósti á netfangið at@hi.is eða í síma 525 4545.