Dagana 9. og 10. nóvember 2019 var haldinn rökfæðufundur um endurskoðun stjórnarskrár Íslands í Laugardalshöll. Fundurinn var hluti af verkefninu Rökræðukönnun – almenningssamráð um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Forsætisráðuneytið og í samstarfi við öndvegisverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð og Center for Deliberative Democracy í Stanford háskóla. Alls tóku þátt í umræðunum rúmlega 230 manns og ræddu ákvæði um forsetaembættið, Landsdóm og ákæruvald Alþingis, um breytingar á stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðarfrumkvæði, kjördæmaskipan, atkvæðavægi og persónukjör og loks alþjóðlegt samstarf og framsal valdheimilda.

Birt hefur verið skýrsla um rökræðufundinn, með niðurstöðum könnuna sem lagðar voru fyrir þátttakendur í upphafi fundar og í lok hans og þar sem umræður fundargesta eru dregnar saman. Niðurstöðurnar veita upplýsingar um viðhorf fundargesta til hugmynda sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og bregða einnig ljósi á það hvort og þá hvernig skipulegar umræður um málefni og samtöl við sérfræðinga á sviðinu hafa áhrif á skoðanir fólks.

Lokaskýrsluna má finna á hér.