Nám og nemendur

Nám og nemendur

  • Á heimasíðu námsleiðar í fötlunarfræði má finna nánari upplýsingar um kennslu og tilhögun náms. Hlekkur hér

 

  • Lokaverkefni nemenda í fötlunarfræði eru aðgengileg á skemmunni og ná aftur til ársins 2007. Hlekkur hér 

 

Hvernig gengur nemendum að starfa með námi í fötlunarfræði? Nýtist sjónarhorn fötlunarfræðinnar utan námsins? Við hvað starfa útskrifaðir nemendur? Svör við þessum spurningum og fleirum má finna á myndböndunum hér að neðan

Lífsgæði og þátttaka fatlaðra barna og unglinga

Doktorsnemi: Linda Björk Ólafsdóttir

Aðalleiðbeinandi: Snæfríður Þóra Egilson

Rannsóknin beinist að lífsgæðum og þátttöku fatlaðra barna og unglinga á Íslandi. Byggt er á blönduðu rannsóknarsniði og gagnrýnin sjónarhorn í fötlunarfræði nýtt til að skilja betur áhrif umhverfis á lífsgæði og þátttöku barnanna.

Í upphafi var með tveimur matslistum (KIDSCREEN-27 og PEM-CY) kannað hvernig börnin sjálf meta lífsgæði sín og hvernig foreldrar meta lífsgæði og þátttöku barna sinna á mismunandi vettvangi. Einnig voru listarnir lagðir fyrir ófötluð börn og forelda þeirra til samanburðar. Þessar upplýsingar veittu mikilvæga innsýn í hvað fötluð börn taka sér fyrir hendur og hvernig þeim líður heima, í skólanum og við aðrar félagslegar aðstæður.

Í seinni hluta rannsóknarinnar voru tekin viðtöl við einhverf börn og unglinga. Auk þess var farið í vettvangsheimsóknir til nokkurra barna og sjónum beint að því sem studdi við eða hindraði þátttöku þeirra heima fyrir, í skólanum og í nærumhverfinu. Í heimsóknum var jafnframt leitað eftir sjónarmiðum foreldra, kennara og annara lykilaðila í lífi barnanna. Með þessu er markmiðið að dýpka skilning á hugtökunum lífsgæði og þátttaka, samspili þeirra og þýðingu fyrir fötluð börn og þá sem standa þeim næst.

Einnig að skilgreina leiðir til að bæta þjónustu og stuðning við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Rannsóknarverkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Rannsóknasjóði (nr. 174299-051).