MARK - Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna

Texti

MARK er vettvangur rannsókna og fræðslu á sviði mannréttinda og mismununar, jafnréttis-, kynja- og margbreytileikafræða í víðum skilningi.

Mynd
Image
""

MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna  var stofnuð þann 21. janúar 2011. Frá upphafi hefur MARK haldið úti reglubundnum fyrirlestrum og tekið þátt í ýmsum samstarfsverefnum. MARK er starfrækt á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands

MARK er vettvangur rannsókna og fræðslu á sviði mannréttinda og mismununar, jafnréttis-, kynja- og margbreytileikafræða í víðum skilningi. Í reglum MARK segir m.a. að hlutverk og markmið miðstöðvarinnar sé að:

 • Sinna og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og mismununar, jafnréttis-, kynja- og margbreytileikafræða í víðum skilningi
 • Stuðla að samstarfi við innlent og erlent fræðafólk og rannsóknastofnanir á fræðasviðinu
 • Veita nemum aðstöðu og þjálfun til rannsóknastarfa á fræðasviðinu með verkefnum á vegum miðstöðvarinnar
 • Efla tengsl rannsókna og kennslu á fræðasviðinu
 • Sinna ráðgjöf og rannsóknatengdum þjónustuverkefnum á fræðasviðinu,
 • Efla yfirsýn yfir fræðasviðið, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna með útgáfu, fyrirlestrum, fræðslufundum, málþingum og ráðstefnum
 • Stuðla að marktækri og markvissri stefnumótun, umræðu og framþróun á sviðinu í samstarfi við opinbera aðila, atvinnulíf og þjóðlíf

Formaður

Stjórn

Forstöðumaður

 • Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur. 

Ráðgjafarráð MARK er skipað fimm einstaklingum, áhugafólki og hagsmunaaðilum á starfssviði miðstöðvarinnar. Hlutverk ráðsins er að vera stjórn MARK til ráðgjafar og stuðnings við starfsemi hennar. Við val í ráðgjafarráðið er miðað við að fulltrúar endurspegli raddir fræðimanna, sérfræðinga og hagsmunaaðila á fræðasviðinu. Fulltrúar í ráðgjafarráði eru kosnir á aðalfundi.

Í ráðinu sitja núna

 • Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur
 • Hugrún Hjaltadóttir sérfræðingur á Jafnréttisstofu
 • Atli Viðar Thorstensen verkefnastjóri Rauða krossi Íslands
 • Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
 • Tatjana Latinovic, varaformaður Innflytjendaráðs 

Háskóli Íslands

Lögbergi við Suðurgötu - stofa 311
101 Reykjavík

Sími: +354 525 4285
Netfang: mark@hi.is